Sunday, February 3, 2013

Kósý sunnudagur.

Er þetta ekki ekta veður til þess að kúra heima?

Í morgun var svo fallegt veður, birtan var yndisleg. Ég nýtti hana til að smella nokkrum myndum svo núna með deginum þá er bara orðið frekar dimmt yfir og því eru kertaljósin sem hlýja manni á meðan snjóbylurinn dynur úti.

Sem betur fer þá fer hlýnandi með vikunni :-)

Helgin fór líka í það að gefa fínu stofuborði make over og núna er ég að ákveða hvort stofuborðið ég ætli að eiga en annað þeirra fer í sölu.


Ég er voðalega skotin í "nýja borðinu"...þannig ég er að hugsa um að selja stofuborðið sem ég blokkaði um daginn. Hægt að sjá póstinn hérna !!

ef þið hafið áhuga á því þá endilega sendið mér póst á emailið: erlakolbrun1985@gmail.com

Einnig er spegillinn sem ég sýndi ykkur í gær enn óseldur ef þið hafið áhuga á honum líka :-)



Myndin í rammanum er af feðgum, tengdaföður mínum heitnum og yndislega manninum mínum.











**************************************************

Hérna kemur "nýja" borðið mitt :-)


Fyrir make over !






Eftir make over.
Það var málað hvítt.....




og sandpappírinn fékk að leika aðeins við það á eftir...




*****************************************



Ákvað að setja betri mynd af hjartanu hennar Öddu, myndin af því sem ég setti inn í gær var svo dökk.








 Hafið það gott það sem eftir er af helginni :-)

Knús og Kram




No comments:

Post a Comment

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)