Wednesday, February 6, 2013

Túlipanar eru tákn karlmennskunnar !

Túlipanar eru yndislegir vorboðar...

Rakst á þessa flottu grein á netinu...tók smá texta úr henni.

Í löndum hinna fornu Persa hafa túlipanar verið ræktaðir frá örófi alda og eiga sér merkilega sögu. Skáld lofsungu þá. Kóngar og keisarar kostuðu kapps um að safna þeim að höllum sínum. Túlipaninn var tákn karlmennskunnar og hugprýðinnar. Hjá múslimum hafði hver hluti og hvert háttalag túlipanans beina skírskotun til orða spámannsins og var áminning til hvatningar góðu líferni með öllum þeim sköttum og skyldum sem hverjum karlmanni bar að standa undir. En Evrópumenn þekktu túlipanana ekki fyrr en fremur seint í menningarsögunni. Það var fyrst árið 1593 að nokkrir túlipanar bárust austan að með hollenskum kaupmönnum og við það ár er ávallt miðað þegar rætt er og ritað um túlipanana. Fyrstu túlipanarnir voru ekki mikið í þeirri líkingu sem okkur er efst í huga þegar minnst er á túlipana. Fátt er reyndar vitað um þá fyrsta áratuginn annað en að þeir hafi verið dálítið safn af villtum tegundum eða lítið kynbættum. Þessir túlipanar voru allir með fremur smáum blómum, sé miðað við það sem síðar varð. En það var nóg til þess að vekja áhuga manna og á nokkrum árum var búið að gera alveg nýja og evrópska túlipana úr þessum efniviði. Túlipanaæðið Nýju túlipanarnir báru mun stærri blóm - og það sem meira var, að næstum því upp af hverju fræi sem sáð var spratt planta með litasamsetningu sem menn höfðu ekki séð áður. Þetta var svolítill galdur og þótti lyginni líkast! Áhugi Hollendinga var vakinn og hver keppti um annan þveran um að rækta þessa nýju skrautjurt.

Getið lesið alla greinina hérna.

Mér finnst mjög skondið að lesa svona sögur...svo er spurning hvort þetta sé ekki svoldið ýkt...en hver veit.

Túlipanar eru allavega yndislegir!

























Knús og Kram




1 comment:

  1. Ég elska túlipana, þeir eru ekki bara fallegir heldur hafa þeir sérstaka þýðingu fyrir mig.

    Amma heitin átti svo fallegan garð þegar ég var lítil, og einn daginn tókum ég og frænka mín okkur til og slitum upp alla túlipanana hennar í þeim tilgangi að borða þá. Amma varð vitanlega æfareið og hundskammaði okkur, sagði að við mættum aldrei snerta túlipanana hennar aftur... svo að vorið á eftir slitum við bara upp páskaliljurnar hennar =) Síðan þá hefur þessi saga verið rifjuð margoft upp og við amma hlóum saman að þessu... túlipanar voru okkar blóm =D

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)