Saturday, February 16, 2013

Kózý helgarpóstur...



Það er svo fallegt veður...ekta veður til að fara út að leika með krakkana 
og koma svo inn og fá sér heitt kakó....
 Hafa það kósý saman sem fjölskylda.






Fallegt heimili.






Muna klæða sig vel ef skal fara út.




Mæli með því í kósýheitunum að kíkja á fleiri blogg síður og njóta þeirra.
Til dæmis mæli ég með því að þið kíkjið til hennar Stínu Sæm á bloggsíðuna http://stinasaem.blogspot.com/
Svo flottur pósturinn hennar í gær um ávaxtakassana...það er verkefni sem ég ætla líka að tileinka mér á næstunni :-) fara í stórmarkaði og sanka að mér ávaxtakössum.

Svo er hún Dossa með frábæra pósta (í fleirtölu!!) í gær um afmælis undirbúning í gær. Virkilega skemmtilegir póstar hjá henni, margar góðar hugmyndir þar. Kíkið á http://dossag.blogspot.com/





Gæða sér á einhverju gómsætu er toppurinn eftir kósý dag ! :-)



Hafa það notalegt í náttfötunum framm eftir degi er enn meira kósý !







Takk fyrir öll fallegu kommentin ykkar sem ég fékk í gær fyrir náttborða póstinn. Þau dvöldu ekki lengi hjá mér...þau seldust strax og ég vona að þau eigi eftir að njót lífsins um ókomna tíð í viðbót.
Það var ein góð kona sem kommentaði í gær og sagðist halda að þetta væru borð frá 1950 og væru jafnvel íslensk smíði...ég fann ekkert um það á netinu...það væri gaman ef einhver vissi meira 
um þau þá má sá aðili endilega láta mig vita. 

Finnst svo gaman að vita uppruna hlutanna :-)

Munið að njóta tímans með fjölskyldunni, sá tími er ómetanlegur.

Knús og Kram


1 comment:

  1. sæl og takk innilega fyrir að vísa í bloggið mitt.
    ég einmitt dáðist mikið af náttborðunum þínum í gær og jú ég er nokkuð viss um að þetta sé Íslensk smíði þó ég þekki ekki alveg hver gæti hafa smíðað þau, en hér dafnaði húsgagnasmíði mjög vel á þessum tímum vegna innflutningshafta. td er sófasettið mitt Íslens smíði. Ég er einmitt með svona náttborð og rúm útí skúr hjá mér sem ég ætla að gera upp.... (þegar ég er búin að taka til í skúrnum haha)
    mér finst þessi húsgögn svoooo falleg og svo mikið atriði að þeim sé bjargað.

    kveðja Stína

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)