Thursday, August 29, 2013

50. færslan mín !! :-)

Og ég vona að þær eiga eftir að verða enn fleiri !! Það fer algjörlega eftir því hvort það sé einhver þarna úti sem nennir að lesa ;-)


Að allt öðru....ég elska Ikea eins og flestir nema kannski Andrés...eða flestir karlmenn!

En það er ein húsgagnalína hjá þeim sem ég er orðin ástfangin af því Ikea hefur tekist að gera hana svo klassíska og tímalausa. Það finnst mér skipta mestu máli þegar húsgögn eru versluð er að þau hafi einfalt yfirbragð en samt sem áður glæsileika sem stendur tímans tönn, það hefur Stockholm línan algjörlega umfram aðrar vörulínur hjá IKEA...að mínu mati allavega.

STOCKHOLM vörulínan inniheldur til dæmis kaffiborð sem koma í nokkrum útgáfum, veggborð, mottur og margt margt fleira. Það sem er í mestu uppáhaldi hjá mér eru borðin...sófarnir....stólarnir...æhh ég get ekki gert upp á milli :-)



 
 IKEA er hætt að selja þessa gerð af STOCKHOLM borðum en
 það má alltaf finna þau á til dæmis bland.is.
 
 

 
 

Veggborð sem hentar líka flott sem hilla undir sjónvarpið.
 

 

 
Þessi týpa er ný hjá IKEA og hún er guðdómleg...finnst ykkur ekki?
 
Svo klassískt og fínt.
 
 
 
Hérna er mynd af borðinu sem er á myndinni fyrir ofan.
 
Borðstofuborðið í STOCKHOLM línunni.

 
Þessi sófi fæst einnig með svörtu og hvítu áklæði. Þannig hver og einn
 ætti að finna sér hluti í þessari fallegi vörulínu.

 
Hægindastóllinn er ÆÐI ! Þessi gæti alveg átt heima í einhverri
æðislegri hönnunarverslun útí heimi :-)



 
Fylgihlutirnir eru hver öðrum flottar. Þessi púði gæti auðveldlega poppað upp stofuna.

Það þarf lítið að segja um þennan. Hann er fullkominn!
 
 
Þetta samansafn er bara lítill partur af því sem er til...
 
 
Knús & Kram
 
 

 
 

No comments:

Post a Comment

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)