Friday, August 30, 2013

Einfaldleikinn getur verið svo fallegur.

Að dunda sér við að punta heimilið er svo skemmtilegt..og oft þarf ekki mikið til, til að búa til fallegt punt.
Ég fann þetta sæta einfalda kort í Söstrene og tók það með mér heim..vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera við það. Mér fannst það bara svo sætt!
Svo fór ég í IKEA og inní ramma deildinni fékk ég þessa fínu hugljómun...djók!

Þar sem kortið var í veskinu þá fann ég þennan voða sæta ramma og hann var fullkomin fyrir kortið.



LOVE

Er voða skotin í nýju myndinni okkar :-)








Litla herbergið okkar að verða 
fínt og kózý.
Myndaveggurinn er ekki alveg fullkomnaður. Góðir hlutir gerast hægt.


Marían svarta



Brúðarkjólinn minn og toppur sem var gjöf frá Þórunni vinkonu minni. Tvær fallegar flíkur sem eru of fallegar til að húka inn í skáp:-)

Langar að finna annað vírherðatré fyrir kjólinn. ég spreyjaði hitt svart, kæmi líka vel út spreyjað með gull spreyji.


Er litla sæta herbergið okkar hjóna ekki bara krúttlegt:-)

Góða helgi elskurnar og hafið það kózý í vonda veðrinu.

Knús & Kram

Erla Kolbrún

3 comments:

  1. Jú það er bara mjög kósí og huggulegt :)

    Góða helgi!

    ReplyDelete
  2. Smart og huggulegt :)
    kv. Hanna

    ReplyDelete
  3. Very informative, keep posting such good articles, it really helps to know about things.

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)