Friday, February 22, 2013

Helgin framm undan...

Er það bara ég eða er alltaf föstudagur?? ... ekki það að ég sé að kvarta undan því. ALLS EKKI :-)

Þið ættuð endilega að kíkja á markaðstorgið sem er í Ikea núna..margt fallegt þar á góðum afslætti. Ákvað að sýna ykkur smá dæmi sem ég sá þar:


Þessi ljósakróna kostar heilar 995 krónur og sæmir sér verulega vel flestum heimilum. Ég sé hana fyrir mér inn í milli rými eins og t.d. löngum gangi þar sem fjölskyldumyndirnar sóma sér. Myndi hafa sprittkerti í þeim svo ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af kertunum:-)
Þessi bekkur kostar 3.950 krónur og ég er með svona bekk 
hérna heima sem ég málaði og hef hann í forstofunni. 

Neðri hillan geymir skó sem eru reglulega notaðir og svo eru 
sætir púðar sem eru á efri hillunni svo það sé hægt að tilla sér.Þetta fallega borð fæst fyrir heilar 9.950 krónur !!

Er hæfilega stórt til að nota í skrifstofuhornið eða inn til prinsessunnar. Mig langar verulega að skipta út borðinu sem ég er með í staðinn fyrir þetta...veit ekki alveg hvort eiginmaðurinn samþykki það :-)

Allavega mæli ég með því að þið kíkjið á markaðinn, hann er um helgina.

Hafið það gott um helgina.
Knús og Kram

Monday, February 18, 2013

Gamlir hlutir fá nýtt hlutverk.


Geymslan okkar var yfirfull af föndurdótinu mínu og auðvitað ýmsu öðru dóti...
en ég fann aldrei neitt ! 

Því ákvað ég að finna einhverja lausn á þessu vandamáli...var orðið svo þreytt vandamál.

Ég átti gamla stóra tösku sem var tóm og lá undir rúminu okkar. Hún hafði engann tilgang greyið.

 Ég er viss um að taskan sé voðalega ánægð með nýja hlutverkið....


Nú er allt á sínum stað og ég mun ekki eiga í neinum vandræðum með að finna hlutina núna :-)

Hún er með svoldið mikla sögu greyið á bakinu...mig langar að gera eitthvað sniðugt við hana en hún er líka bara voðalega sæt eins og hún er.

Hún fær að hvílast þarna undir töskunni sem inniheldur sparihnífapörin og ýmislegt annað sem ég nota á hátíðsdögum og í afmælisveislum.
*******************************************

Þessi sætu náttborð eru búin að fá nýja eigendur og ég vona að þau eigi eftir að
 njóta þeirra eins og ég hef gert síðustu daga. 

Knús og KramSaturday, February 16, 2013

Kózý helgarpóstur...Það er svo fallegt veður...ekta veður til að fara út að leika með krakkana 
og koma svo inn og fá sér heitt kakó....
 Hafa það kósý saman sem fjölskylda.


Fallegt heimili.


Muna klæða sig vel ef skal fara út.
Mæli með því í kósýheitunum að kíkja á fleiri blogg síður og njóta þeirra.
Til dæmis mæli ég með því að þið kíkjið til hennar Stínu Sæm á bloggsíðuna http://stinasaem.blogspot.com/
Svo flottur pósturinn hennar í gær um ávaxtakassana...það er verkefni sem ég ætla líka að tileinka mér á næstunni :-) fara í stórmarkaði og sanka að mér ávaxtakössum.

Svo er hún Dossa með frábæra pósta (í fleirtölu!!) í gær um afmælis undirbúning í gær. Virkilega skemmtilegir póstar hjá henni, margar góðar hugmyndir þar. Kíkið á http://dossag.blogspot.com/

Gæða sér á einhverju gómsætu er toppurinn eftir kósý dag ! :-)Hafa það notalegt í náttfötunum framm eftir degi er enn meira kósý !Takk fyrir öll fallegu kommentin ykkar sem ég fékk í gær fyrir náttborða póstinn. Þau dvöldu ekki lengi hjá mér...þau seldust strax og ég vona að þau eigi eftir að njót lífsins um ókomna tíð í viðbót.
Það var ein góð kona sem kommentaði í gær og sagðist halda að þetta væru borð frá 1950 og væru jafnvel íslensk smíði...ég fann ekkert um það á netinu...það væri gaman ef einhver vissi meira 
um þau þá má sá aðili endilega láta mig vita. 

Finnst svo gaman að vita uppruna hlutanna :-)

Munið að njóta tímans með fjölskyldunni, sá tími er ómetanlegur.

Knús og Kram


Friday, February 15, 2013

Náttborð fá nýtt líf.Fann þessi fínu náttborð í Góða Hirðinum.
Þau lágu tvö saman og voru voðalega einmanna...

...Og ég varð að leyfa þeim að koma með mér heim og gefa þeim nýtt líf..


Málaði þau með pastel græn bláum lit.
 Hann er svona róandi og fallegur þessi litur...
og rómantískur líka:-)
Fór með sandpappír á kanta til að fá shabby look. Setti svona nýjar silfraðar höldur.

Sólin var svona ánægð að hùn ákvað að lýsa borðið svona fallega upp:-)
Hvað finnst ykkur???Eins náttborð í Fröken Fix þætti,  sjá hér.

***************************
Þessi kommóða er my insperation fyrir þetta verkefni.Góða helgi elskurnar!
 Knús og kramTuesday, February 12, 2013

Má bjóða ykkur í heimsókn??Mig langaði að bjóða ykkur í smá heimsókn til mín....Það var svo falleg birtan hérna á hádegi, þá skein sólin svo fallega og birtan varð svo kósý og falleg. Smellti nokkrum myndum og ákvað að sýna ykkur :-)

Ef ykkur langar að sjá eitthvað meira þá verðið þið að biðja fallega...veit ekki hvort það sé einhver áhugi á svona myndum hérna :-)
Eldhúsglugginn...útsýnið er næsta blokk en ef glugginn er fallegur þá skiptir útsýnið ekki máli ;-)

Eldri stelpan er með sér herbergi, þær systur reyndar sofa saman í því herbergi í koju en litla fær að hafa dótið sitt hjá okkur, þannig náum við að búa til sér horn fyrir þær....þetta fúnkerar vel fyrir þær núna...erum í 3ja herbergja íbúð og hún hentar okkur vel eins og er.

Um helgina tókum við herbergið hennar aðeins í gegn og ég keypti nokkra nýja hluti handa henni þangað inn og hún varð voðalega kát þegar hún kom heim frá pabba sínum á sunnudag:-)

Ballerínu myndina fékk ég í Góða hirðinum á heilar 400 krónur...fannst hún yndisleg og henta svo vel inn í herbergi prinsessunnar :-)Það er smá ugluþema hjá henni...og fiðrildaþema líka...


Fiðrildin fallegu úr Tiger, fékk þessa hugmynd hjá henni Dossu sem á þessa heimasíðu !
Hún setti þessi fiðrildi upp hjá dóttur sinni og deildi á síðunni fyrir löngu síðan...þau hafa fengið að flögra á milli veggja en þessi veggur verður heimili þeirra í einhvern tíma:-)


Sá að þau voru komin aftur í Tiger og stykkið kostar 200 krónur og þetta eru lyklakippur.
Fann þennan æðislega snaga í Ikea.
Smá meiri ugluþema...


Allar prinsessur þurfa að eiga fallegt blóm :-)


*********************************************

Yndisleg birtan...frá ca. 10 til 12 á daginn er sólin beint á svalirnar og þá kemur þessi voðalega rómantíska birta inn í íbúðina.
Þetta er sjónvarpsveggurinn, sést ofan á sjónvarpið.
Þessi fær að vera ennþá upp á vegg...með vorinu fær eiginmaðurinn að búa til nýjann 
vegglímmiða handa mér....

Þetta er uppáhaldshornið mitt í stofunni....svo gott að kúra þarna á kvöldin :-)


Fína krítartaflan mín sem ég fann í ruslinu ótrúlegt en satt !!
Afsakið krotið á henni...þetta er svona minnis tafla og því var prógramm prinsessunnar sett þangað.

Útidyrahornið okkar...voðalega gott að tilla sér á bekkinn til að klæða sig í skó...


Þetta var smá hluti af íbúðinni...eða frekar stór partur þar sem íbúðin er lítil...

Takk fyrir komuna, vona að ég sjái ykkur fljótt aftur !!

Knús og Kram
Monday, February 11, 2013

Öskudagurinn ógurlegi með vampýru tönnum og á teiknuðum saum á kinn !

Mér finnst tíminn sem er núna svo notalegur...vorið er á næsta leyti...en það er nóg að gera í skólanum þessa daganna...því er mikilvægt að finna sér tíma inn á milli og njóta augnabliksins...

Ég fór í próf í efnafræði í morgun kl 8 svo tók við tveggja klst. eyða þannig ég ákvað að fara í smá bíltúr og reyna róa hugann eftir prófið...mér gekk semsagt ekki vel, féll á tíma og allt...frekar fúlt...en ég kom við í Te og Kaffi á laugaveginum og bað afgreiðslustúlkuna um að selja mér mjög gómsætann súkkulaði kaffi drykk.
Hún var nú ekki lengi að benda mér á mjög girnilegann Swiss Mokka kaffi drykk sem væri mikil kaloríubomba en verulega gómsætur....ég var nú ekki lengi að skella mér á hann...


Þetta er nú ekki frásögufærandi nema hvað að þetta er minn allra fyrsti kaffibolli sem ég drekk á ævinni...aðal ástæðan fyrir þessum kaupum er þessi leiðindar hálsbólga sem er búin að vera herja á mig síðustu viku en svei mér þá, ég held að ég sé búin að finna mér nýtt uppáhald !

Nú þarf ég að draga Andrés með mér á kaffihús á Mokka deit við tækifæri ! :-)


Auðvitað var þessi merkilegi bolli myndaður bak og fyrir :-)


*******************************

Á miðvikudag er skemmtilegur dagur...Frumburðinum mínum finnst þessi dagur einstaklega spennandi og helsti draumur hennar er að fá að fara sem Frankie Stein sem er ein af Monster High dúllunum...eða Monster High $#%"/$& já þetta orð er ekki við hæfi ungra lesenda.

Þeir sem vita ekki hvernig dúkkur þetta eru geta smellt hér....Þetta er Frankie Stein sem Alexandra vill líkjast á öskudaginn...mér til mikilla gleði !

......og hérna sjást þær allar.

En ég var ekki alveg búin að gefa mig með þessa ákvörðun hennar þannig ég skellti mér í dag í Rauðakross búðina í Mjóddinni til að athuga með búninga...hafði heyrt að í Rauða kross búðunum væru oft til mjög fínir búningar á klink.
Ég var svo ánægð þegar ég fann Yasmin prinsessu búning, og bleikann plane kjól sem er með víðum ermum, svona ekta kjóll sem engill myndi klæðast. Út úr búðinni fór ég með þessa tvo búninga í poka og borgaði 1500 krónur fyrir og var mjög örugg með það að ég myndi vinna Alexöndru á mitt band og fá hana ofan af  Monster High dellunni.

Þegar ég bað hana að máta Yasmin búninginn þá fékk ég að vita það frá eiginmanninum að þessi búningur myndi nú aldrei passa á hana ! ég var nú ekki alveg að fatta hvað hann átti við...hélt mig vera með fínan búning á barn...en mér skjátlaðis !

Sjá mynd hér fyrir neðan!!


Jæja okey ég var þá allavega búin að finna búin búning fyrir manninn og fékk Alexöndru til að máta engla kjólinn en hann var alls ekki það sem hún hafði hugsað sér og hún var alveg harðákveðin í að fara sem Frankie Stein ! Ég játaði mig sigraða og fann til kjól af systur hennar sem er alls ekki of stuttur, bindi af eiginmanninum, blúndusokkabuxur sem verða notaðar sem ermar.
Hárið verður spreyjað og andlit málað...en hún fær ekki vampýrutennur ! 
ég fékk það í gegn (smá partur sem  ég fékk að ráða).

Veit ekki hvort ég þori að sýna ykkur mynd af henni á miðvikudag...fæ örugglega símtal
 frá BV (barnavernd) í kjölfarið....
....kemur í ljós.

Lendið þið í svona rökræðum við börnin ykkar eða leyfið þið þeim bara að ráða alfarið með þessi mál?
Þessi dagur getur verið pína fyrir mömmurnar...hvar er prinsessan mín sem er búin að vera síðustu 5 ár?????
Er hún alveg farin frá mér...komin einhver vampýrustelpa í staðinn.....

****************************************************Naut kaffibollanns með þetta útsýni...ekki slæmt :-)Knús og Kram

Wednesday, February 6, 2013

Túlipanar eru tákn karlmennskunnar !

Túlipanar eru yndislegir vorboðar...

Rakst á þessa flottu grein á netinu...tók smá texta úr henni.

Í löndum hinna fornu Persa hafa túlipanar verið ræktaðir frá örófi alda og eiga sér merkilega sögu. Skáld lofsungu þá. Kóngar og keisarar kostuðu kapps um að safna þeim að höllum sínum. Túlipaninn var tákn karlmennskunnar og hugprýðinnar. Hjá múslimum hafði hver hluti og hvert háttalag túlipanans beina skírskotun til orða spámannsins og var áminning til hvatningar góðu líferni með öllum þeim sköttum og skyldum sem hverjum karlmanni bar að standa undir. En Evrópumenn þekktu túlipanana ekki fyrr en fremur seint í menningarsögunni. Það var fyrst árið 1593 að nokkrir túlipanar bárust austan að með hollenskum kaupmönnum og við það ár er ávallt miðað þegar rætt er og ritað um túlipanana. Fyrstu túlipanarnir voru ekki mikið í þeirri líkingu sem okkur er efst í huga þegar minnst er á túlipana. Fátt er reyndar vitað um þá fyrsta áratuginn annað en að þeir hafi verið dálítið safn af villtum tegundum eða lítið kynbættum. Þessir túlipanar voru allir með fremur smáum blómum, sé miðað við það sem síðar varð. En það var nóg til þess að vekja áhuga manna og á nokkrum árum var búið að gera alveg nýja og evrópska túlipana úr þessum efniviði. Túlipanaæðið Nýju túlipanarnir báru mun stærri blóm - og það sem meira var, að næstum því upp af hverju fræi sem sáð var spratt planta með litasamsetningu sem menn höfðu ekki séð áður. Þetta var svolítill galdur og þótti lyginni líkast! Áhugi Hollendinga var vakinn og hver keppti um annan þveran um að rækta þessa nýju skrautjurt.

Getið lesið alla greinina hérna.

Mér finnst mjög skondið að lesa svona sögur...svo er spurning hvort þetta sé ekki svoldið ýkt...en hver veit.

Túlipanar eru allavega yndislegir!

Knús og Kram