Wednesday, January 2, 2013

Eldhússkápar...læt mig dreyma um fallegt eldhús..

Mér finnst eldhúsið vera hjartað íbúðarinnar. Að búa í íbúð með stóru og fallegu eldhúsi er lykillinn að hamingju...nei djók það er allavega mikill lúxus !

Erum sjálf í leiguíbúð núna, hún er pínu lítil en við erum voðalega sátt hérna en eldhúsið mætti vera stærra, þess vegna leyfi ég mér stundum að fara í dagdraumana og ýmindað mér fullkomna eldhúsið mitt.

Opnir eldhússkápar finnst mér vera mjög skemmtilegt, oft geta lokaðir skápar verið yfirþyrmandi þrátt fyrir að eldhúsið sé stórt. Lykilatriðið að vera með hillur eða ofna skápa er að eiga fallegt leirtau og vera góð í að raða snyrtilega í hillurnar, það er eitthvað sem mig skortir en æfingin skapar meistarann í þessu eins og öllu öðru :-)

Þrátt fyrir að vera í leiguíbúð þá náði ég að leyfa mér að láta draumana verða smá að veruleika...


Ég tók hurðarnar af og festingarnar og kom þeim fyrir í geymslunni...


Fékk þetta fallega veggfóður í Lauru Ashley, á útsölu auðvitað. Festi það með hjálp eiginmannsins með límbandi sem er með lími báðum megin, því verður ekkert mál að taka þetta niður þegar við flytum héðan.

Eflaust hugsa margir að það sé allt of mikið mál að halda svona opnum hillum hreinum, en það þarf alls ekki að vera. Setja afþurrkunina inn í þrif rútínuna þá er það ekkert mál ;-)

Læt fylgja með myndir af nokkrum hillum sem mér fannst fallegt.

ppersonalorganizing.about.com

httpdwellinggawker.com


httpremodelista.com


httpwww.madbeachcandykitchen.com


httpwww.kitchenclan.com


Þarf að ræða það hvað þetta eldhús er fallegt....draumur út í eitt sko !!

*********************

Einnig er miklu léttara yfir ef efri skáparnir eru með gleri í hurðunum (Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af miklu ryki) :-)




Veit að hún Kristín Vald er með eitt fallegasta eldhús sem ég hef séð :-)
Kíkið á hana með því að smella hérna

Eigið þið ykkur einhvern draum sem ykkur langar að gera fyrir heimilið ykkar?? eflaust eigið þið langann lista eins og ég, en á meðan ég er í leiguíbúð þá sé ég ekki framm á að geta stytt listann minn eitthvað. Auðveldlega er samt hægt að gera svona litlar saklausar breytingar sem eiga ekki að vara alltaf...douple tape is my friend ;-)







3 comments:

  1. Æ, takk fyrir :-) Gaman að heyra. Á samt alltaf eftir að taka góðar myndir af eldhúsinu og pósta á bloggið, það verður gert við gott tækifæri.

    En ég er sammála þér með opnu hillurnar, mjög flott og við erum einmitt með svona hillur í sumarbústaðnum. Kemur mjög vel út.

    En ef þú vilt sjá flott eldhús kíktu þá á hana nöfnu mína hjá Blúndum og blóm....geggjað !!
    http://blundurogblom.blogspot.com/2012/03/eldhusi-ferli-allt.html

    kv
    Kristín Vald

    ReplyDelete
  2. Já verður endilega að sýna fína eldhúsið þitt :-)

    já vá hvað eldhúsið heppnaðist vel hjá Kikku! æðislegt !

    kv.

    ReplyDelete
  3. ég er svo sammála þér með opnu hillurnar eða skápa með glerhurðum í eldhúsið.. væri svo til í þannig eldhús. En þyrfti líklega a versla allt nýtt í skápana þá ;) ´´eg á hinsvegar glerskáp sem ég leik mér mikið með, raða og endurraða, breiti til eftir árstíðum. Sniðug lausn hjá þér að gera svona bráðabirgða breitingu :)

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)