Saturday, January 5, 2013

Nýta afganga..

Hef verið dugleg að nýta hluti og afganga í ýmislegt föndur..er mjög dugleg að henda en er líka dugleg að geyma..

Dæmi um afgangsefna föndur:

Blúndu vax dúkur.
Àtti gamlann blúndu vaxdúk sem ég hafði keypt í Byko(fæst í metratali) og þegar hann var ekki nothæfur sem borðdúkur þá klippti èg hann til þannig að hann passaði í eldhúsgluggann..vantaði eitthvað til að loka honum õrlítið því nágrannarnir í næstu blokk hafa gott útsýni hingað inn..vildi ekki setja sandblástursfilmu því notaði ég þetta í staðinn. Festi horninn með doule tape-i offcourse! :-)

Minningarkassinn góði: -)
Gamall skókassi sem við hjónin skreyttum með skrapp pappír og límmiðum.
Bloggpósturinn um fleiri minningarkassa: http://heimadekur.blogspot.com/2012/12/minningar-eru-skemmtilegar.html

Barnaborð og stólar var orðið lúið og þarfnaðist makeover..fullt af afgangs skrapp pappír var nýttur..

Èg mæli eindregið með því að geyma svona afganga sem tekur ekki mikið pláss.. hver veit nem það sé tilvalið í föndur seinna meir: -)

Knús og kram

Erla Kolbrún

3 comments:

  1. Flott hjá þér! Blúndan kemur ekkert smá vel út í glugganum.
    Ég elska að nýta afganga, að búa til mikið úr litlu ;)

    ReplyDelete
  2. Skrapp pappírinn kemur vel út á borðinu, límlakkaðirðu yfir eða hvað er sniðugt að gera til þess að pappírinn haldist fallegur? Skemmtilegt blogg hjá þér :-)

    ReplyDelete
  3. Ég límlakkaði yfir og því er mjög auðvelt að þurrka af borðinu og halda því hreinu :-)

    Takk kærlega fyrir stelpur :-)

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)