Tuesday, January 15, 2013

Jólamyndatakan og afmælishelgin.



Við erum dugleg að fara með stelpurnar okkar í myndatöku yfirleitt þá fyrir jólin. Finnst það svo yndisleg gjöf að gefa ömmum og öfunum nýlega mynd af þeim og ég veit að það gleður þau mjög mikið :-)

Fyrir síðustu jól þá fórum við til hennar Natalíu sem er áhugaljósmynari, og er algjör snillingur !
Kíkið á síðuna hennar með því að smella HÉRNA!
Natalía notar dagsbirtuna sem aðallýsingu sem gefur myndunum svo fallegann bjarma. 











Ég fór að fara með eldri stelpuna mína til áhugaljósmyndara þegar hún var 6 mánaða og ég hef áfram farið með hana og svo yngri stelpuna þegar hún fæddist til áhugaljósmyndara. Finnst myndirnar vera miklu skemmtilegri heldur en þessar hefðbundnu stúdíó myndir.

****************

Nokkrar myndir úr afmælisveislunni sem var haldin á laugardag en svo endaði dagurinn á að afmælisbarnið veiktist og var staðfest að hún var komin með inflúensuna :-( ekki skemmtilegt þar sem 2 af afmælisgestunum eru lagstir í rúmið......sorry ! 







Afmælistertan 




Hér um bil er afmælisbarnið að smita alla gestina...en okkur til bjargar þá var það ekki fyrr en um kvöldið sem hún sýndi einkenni....

p.s. takið þið eftir prinsessumjólkinni?? hún sló í gegn, takk fyrir hugmyndina Dossa !:-)


Knús og Kram



2 comments:

  1. Æðislegr myndir gama, gaman að sjá myndir úr afmælinu, við erum að fara að undirbúa afmælisveisu:)
    kveðja

    ReplyDelete
  2. Geggjaðar myndir og takk fyrir að benda mér á þennan ljósmyndara !! Algjörlega minn stíll, fíla einmitt ekki stúdíómyndir og elska náttúrulega birtu :-)

    ....og til lukku með dömuna :-)

    kv
    Kristín

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)