Friday, January 25, 2013

"nýja" stofuborðið búið að fá make over !

Gleðilegann bóndadag !

Eruð þið búnar að finna fallega gjöf eða kannski búnar að föndra sæta gjöf handa bóndanum?

Eflaust eiga þeir skilið dekur og það er ekkert síðri gjöf sko...minn fær heimatilbúna gjöf :-) fer ekki nánar í það núna þar sem hann er mikill aðdáandi bloggsins þannig hann á eftir að sjá þetta blogg áður en hann kemur heim úr vinnuni í dag ;-) Elska þig Andrés minn ! hlakka til að fá þig heim ástin.

En komum okkur að aðalefni þessa pósts....það er neflilega málið þegar maður á litla íbúð þá verður maður að vera sniðugur þegar húsgögn eru valin...þau mega alls ekki vera of stór...stofuborðið okkar var hjúts og hentaði því ekki mjög vel hingað inn en þægilegt var það samt sem áður...stærðin leyfði okkur að nota það vel t.d. í barnaafmælum. Það sátu 13 stúlkur við það í nóvember á síðasta ári og nutu veitinga...þannig hentar það mjöööööög vel :-)

en ákveðið var að reyna finna minna borð sem hentaði betur hingað inn....og einn daginn rakst ég "óvart" á fullkomna borðið inn á bland.is (en ekki hvar !) og það var keypt á 4000 krónur af konu sem hafði misst móður sína og þetta borð kom úr dánarbúinu en það er samt mikið eldra því afi hennar og amma höfðu átt það hérna áður fyrr...ég elska hluti með sögu !

Hérna er gripurinn áður en hann fékk make over-ið:






Eflaust eru það einhverjar sem hefðu aldrei farið út í svona breytingu á svona fallegu borði, en málið er að það var mjög mikið rispað og liturinn orðinn mjög ljótur...og til að það henti betur inn á mínu heimili þá ákvað ég að gera þetta:






Ég grunnaði það allt saman, svo kalkmálaði ég fæturnar og málaði borðplötuna með London gráum sem er dásamlegur grár tónn frá Kópal.






Ég pússaði alla kanta þannig það fékk svona shabby chic look á það.





Þetta borð gaf mér innblásturinn.




**********************************************************




Útkoman er mjög flott að mínu mati :-)
Hafið það gott um helgina elskurnar !





6 comments:

  1. Thetta finnst mer smart!
    Til Lukku med "nyja" bordid elskan

    ReplyDelete
  2. Glæsilegt hjá þér, til lukku með flotta borðið :-)

    ReplyDelete
  3. Mjög vel heppnað, til hamingju með fallega "nýja" borðið!

    ReplyDelete
  4. Svo fallegt - og það er alveg örugglega nógu mikið eftir að viðarlituðum borðum í landinu þó þetta hafi fengið að verða ljóst :)

    ReplyDelete
  5. Æðislegt! Algerlega :)

    Til lukku með velheppnað meik-óver!

    ReplyDelete
  6. Mjög flott makeover!! bjútífúl!

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)