Wednesday, January 9, 2013

Blúndur, blúndína, lace, bloundes.

Blúnda er svo krúttlegt orð, blúnda er mjúk, sæt, falleg, dúlla og ég held þið fattið hvað ég á við.

Í staðinn fyrir að kalla einhverja sæta snót krútt eða krúsídúllu þá væri blúnda frekar skemmtilegra orð :-)

Ég er veik fyrir blúndu, hvort sem það er gardýna, flík, mynstur, dúkur, púði, sængurföt...eða bara anything þá hentar vel að vera með blúndu hvar sem er þar sem hún er svo sígild og sæt...að mínu mati allavega.

Bjó þetta hárband til og það var engin fyrirsæta heima við þannig bangsi litli fékk að vera módel:-)

Nær mynd af blómi eftir mig sem ég festi svo spennu á í staðinn fyrir að gera hárband.

Endalaust til af fallegri blúndu !


Veit ekki með þessa...en það er eitthvað við þá...grunar að blúndan sé að heilla mig...það ætti ekki að vera hæðin á þeim allavega þar sem ég er 184 cm þá myndi ekki henta mér vel að vera í svona háum skóm.


Veggfóður???

Gömul sængurver með blúndum inn í glerskáp, eitthvað verulega fallegt við það.
Tengdamóðir mín lét mig fá sængurver sem eru mjög gömul, þau saumaði amma mannsins míns og þau eru guðdómlega falleg, en ég fæ mig ekki til að setja þau utan um sæng dóttur okkar aðallega vegna þess að hún dröslar sænginni sinni oft fram í stofu og þar sem ég vil ekki halda stressinu mínu mjög háu þá er best að geyma þau inn í skáp....en falleg eru þau :-)




Það er víst mjög auðvelt að útbúa svona fallegt  ljós.
HÉRNA er góð síða sem sýnir þetta vel.




Gordjöss !!




Það er mjög fallegt að setja blúndu fyrir glugga, og eins og ég sýndi ykkur í ÞESSUM pósti þá notaði ég vax dúk sem fæst í metratali í Byko síðast þegar ég vissi.

Það voru einhverjar spurningar eftir þann póst um hvernig ég hefði límt skrapp pappírinn á barnaborðið. Ég modge podge límdi pappírinn á borðið og svo þegar ég var búin að hylja allann hluta borðsins sem ég ætlaði að hylja þá lét ég það þorna yfir nótt og penslaði svo yfir allt saman með modge podge þannig það kom svona lakk áferð og því mjög auðvelt að halda hreinu.

**************************************************


Kíkjum á aðeins fleiri blúndur....






Veit ekki með þessa hugmynd en hún gæti verið nokkuð þægileg samt sem áður ;-)




Blúnduveifur, flottar fyrir garðpartýið !



Vona að ég hafi ekki drepið ykkur úr leiðindum með þessu blúndu æði mínu !!

Eru bara svo blúndulegt !!  ( sko þetta orð getur vel komið í staðinn fyrir krúttleg og dúllulegt )

Knús og kram




1 comment:

  1. ég deili blúnduáhuga þínum ;-) gordjöss!
    bestu kveðjur,
    Helga Lind (allt er vænt sem vel er.....hvítt)

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)