Monday, January 21, 2013

Draumurinn hefur ræst !!

Fékk þennan voðalega sæta skáp á bland.is á slikk....var búin að leita mikið en svo þegar ég sá þennan þá minnti hann mig svo á ÞENNAN. Skápurinn hennar Öddu er auðvitað alveg hrikalega flottur :-)

Allavega þá fórum við hjónin í bíltúr með yngra skottið á risa stórum bíl og náðum í þennan sæta skáp sem beið okkar, rykugur...komum honum hingað heim...og hann fékk extreme make over !



Gleymdi auðvitað að mynda hann áður en ég byrjaði...en þið sjáið hér vel hvernig hann var á litinn.
Hann var grunnaður fyrst....




Svo var hann kalkmálaður !


Hér er kalkmálningin blaut.



Ég ELSKA kalkmálningu!!
Sjáið þið panelinn?? ætlaði að veggfóðra inn í bakið en snarhætti við það þegar ég sá panelinn :-)


svo var honum leyft að hvíla sig greyinu...enda mikið á hann lagt á einum degi !

Daginn eftir eða morgunin eftir hehehe gat ekki beðið lengi...þá leit hann 

Svona út !! :-)


Gæti ekki verið ánægðari með útkomuna...
á eftir að versla höldur á hann...fer í það sennilega í dag.
Mun sýna ykkur þær þegar ég hef fundið þær réttu :-)



Nú er stellið mitt komið með heiðurssess í fína fagra skápnum mínum :-)

**************************


Aðeins fleiri myndir :-)




Nú er ég hætt að monta mig ! :-)


Knús og Kram




13 comments:

  1. Einum of pretty sko! Til hamingju með skápinn, fallegur er hann! Ég á einn svakalegan glerskáp sem mig langar að kalkmála...þarf bara að snúa eiginmanninum, hann er ekki sammála mér ;)

    ReplyDelete
  2. Rosalega flottur hjá þér, til hamingju með að finna þann rétta :)

    ReplyDelete
  3. úhhhh.......flottur er hann :-) Til lukku með gripinn !

    ReplyDelete
  4. Algjört æði og allt sem í honum er! Til hamingju með hann, það er svo gaman að eignast eitthvað sem hefur lengi verið beðið eftir :)

    Kær kveðja,
    Kikka

    ReplyDelete
  5. Ótrúlega fallegur og vel heppnað hjá þér, ég er eins og Helga Lind, á einn skáp sem mig laaaangar svo til þess að mála en minn heittelskaði tekur það ekki í mál, haha!

    ReplyDelete
  6. Takk kærlega fyrir stelpur: -) er svooo ánægð með hann !!

    Stelpur þið verðið endilega að sannfæra strákana...þeir verða pottþétt ánægðir með útkomuna: -)

    Fann fullkomnu höldurnar í dag..sýni ykkur þær á morgun: -)

    ReplyDelete
  7. Æðislegur :)

    Hann er alveg eins og minn, sem ég bjargaði úr Sorpuferð nágranna míns, ég tók af honum hurðarnar og er með eina í eldhúsinu og aðra í svefnherberginu.

    Til lukku!

    ReplyDelete
  8. Flottur skáðurinn hjá þér, ég er alveg samála með panelinn hann getur verið svo sjarmerandi þegar búið er að meðhöndla hann.
    Til hamingju með hann :)

    ReplyDelete
  9. Nice! Flott hja ther. Stelpur minar buin ad vera gift i 23 ar og er steinhaett ad spurja eiginmanninn nokkurn skapadann hlut....vind mer bara i hlutina og thegar hann kemur heim ur vinnunni er thad buid og gert og ekkert vesen!

    ReplyDelete
  10. roslalega er hann flottur hjá þér og kemur mjög vel út. Það er svo gaman að sjá hlutina lifna við og verða meira svona í stíl við eigendann. Ég segið það sama og Brynja það hefur aldrei verið vandamál heima hjá mér að breyta einhverju ég bara geng í málið og bóndinn er yfirleitt hæstánægður á eftir.

    ReplyDelete
  11. Rosa flottur hjá þér :) Má ég spyrja, ertu með einhvern sérstakan grunn eða er þetta bara brún málning ? :)

    ReplyDelete
  12. Sæl.
    Êg grunnaði hann vel með kópal grunni sem er ætlaður fyrir bæsaðann við:-)

    Takk kærlega fyrir! :-)

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)