Wednesday, January 30, 2013

Er á lífi !

Er ekki hætt að henda inn póstum hingað...er bara búin að vera smá upptekin :-)

Margt spennandi í gangi hjá mér þessa daganna....fullt að gera í skólanum sem er auðvitað bæði spennandi og brjálæði en svo er ég líka með smá verkefni sem er extra spennandi !!! :-)

Fæ að aðstoða yndislega fjölskyldu með heimilið þeirra...fæ að ráðleggja henni eftir mínum hugmyndum fyrir heimilið þeirra og það er æðislega gaman !

Gæti verið á netinu að fletta upp myndum og hugmyndum, og spjallað við húsfrúna allann daginn ef ég hefði tíma í það ! svo gaman að fá að taka þátt í svona verkefni með fjölskyldunni og á meðan ég drekki ekki blessaðri konunni með hugmyndum þá er ég ánægð  ;-)

Leyfi ykkur að fylgjast með því verkefni þegar það er komið lengra áleiðis !

Langaði að sýna ykkur svona "kerta arinn" sem ég og eiginmaðurinn útfærðum hérna heima, það er svoldið vinsælt að búa þá bara til þar sem þeir eru mjög dýrir og nota jafnvel bara ótrúlegustu hluti til þess...það gerðum við allavega.Notuðum Ikea hillu, létum saga tvær spýtur sem pössuðu akkúrat frá hillunni 
og niður í gólf, lakkaði þær hvítar.

Þær voru lauslímdar með douple tape-i á vegginn. Pössuðum að hafa þær það langar að þær skorðuðust við hilluna og gólfið, þannig festust þær einnig svo ásamt líminu þá voru þær vel fastar.
Svo fann ég mynd af múrsteinum á netinu og eiginmaðurinn prentaði hana út í vinnunni
og límdi hana á foamplötu. Hana tillti hann henni með smá douple tape-i upp við vegginn.

Meira þurfti ekki að gera til að fá fínan kertaarinn :-)
Smá rökkur kósý
Það tók mig smá tíma að ákveða hvaða mynd ég vildi fá...
Það var mikið úrval á netinu af múrsteina myndum og þær voru flestar í mjög góðum prentgæðum þannig það var lítið mál að prenta þær svona stórar.
Takk enn og aftur fyrir innlitið krakkar mínir ! mér þætti vænt um að fá fleiri komment:-)
Svo gaman að lesa þau.

Knús og KramFriday, January 25, 2013

"nýja" stofuborðið búið að fá make over !

Gleðilegann bóndadag !

Eruð þið búnar að finna fallega gjöf eða kannski búnar að föndra sæta gjöf handa bóndanum?

Eflaust eiga þeir skilið dekur og það er ekkert síðri gjöf sko...minn fær heimatilbúna gjöf :-) fer ekki nánar í það núna þar sem hann er mikill aðdáandi bloggsins þannig hann á eftir að sjá þetta blogg áður en hann kemur heim úr vinnuni í dag ;-) Elska þig Andrés minn ! hlakka til að fá þig heim ástin.

En komum okkur að aðalefni þessa pósts....það er neflilega málið þegar maður á litla íbúð þá verður maður að vera sniðugur þegar húsgögn eru valin...þau mega alls ekki vera of stór...stofuborðið okkar var hjúts og hentaði því ekki mjög vel hingað inn en þægilegt var það samt sem áður...stærðin leyfði okkur að nota það vel t.d. í barnaafmælum. Það sátu 13 stúlkur við það í nóvember á síðasta ári og nutu veitinga...þannig hentar það mjöööööög vel :-)

en ákveðið var að reyna finna minna borð sem hentaði betur hingað inn....og einn daginn rakst ég "óvart" á fullkomna borðið inn á bland.is (en ekki hvar !) og það var keypt á 4000 krónur af konu sem hafði misst móður sína og þetta borð kom úr dánarbúinu en það er samt mikið eldra því afi hennar og amma höfðu átt það hérna áður fyrr...ég elska hluti með sögu !

Hérna er gripurinn áður en hann fékk make over-ið:


Eflaust eru það einhverjar sem hefðu aldrei farið út í svona breytingu á svona fallegu borði, en málið er að það var mjög mikið rispað og liturinn orðinn mjög ljótur...og til að það henti betur inn á mínu heimili þá ákvað ég að gera þetta:


Ég grunnaði það allt saman, svo kalkmálaði ég fæturnar og málaði borðplötuna með London gráum sem er dásamlegur grár tónn frá Kópal.


Ég pússaði alla kanta þannig það fékk svona shabby chic look á það.

Þetta borð gaf mér innblásturinn.
**********************************************************
Útkoman er mjög flott að mínu mati :-)
Hafið það gott um helgina elskurnar !

Tuesday, January 22, 2013

Skápurinn enn og aftur...

Fann þessu fallegu höldur í búðinni Snúðar og Snældum.

Þær henta skápnum einstaklega vel, finnst ykkur það ekki?
Langar mikið í hjarta sem hún Adda býr til, til að hengja á skápinn...mun versla mér eitt við tækifæri :-)
eruði komnar með leið á þessu monti mínu??

                                                     ****************************

Er að fara eignast undursamlegt stofuborð og mig langar að gefa því smá make over...veit ekki alveg hvað ég ætla að gera en ég ákveð það þegar það er komið í hús...Fann nokkrar myndir af svipuðum borðum á netinu...gefur ykkur hugmyndir hvernig borðið er.


Ætla að reyna selja mitt gamla borð, einnig er ég með fallega hvíta ljósakrónu ef þið vitið um einhvern sem vantar borð eða ljósakrónu:-)

Læt fylgja með auglýsinguna mína sem er á bland.is

  
                                   ********************************************

Takk allar fyrir yndislegu kommentin ykkar :-) svo gaman að lesa þau !

Knús og Kram


Monday, January 21, 2013

Draumurinn hefur ræst !!

Fékk þennan voðalega sæta skáp á bland.is á slikk....var búin að leita mikið en svo þegar ég sá þennan þá minnti hann mig svo á ÞENNAN. Skápurinn hennar Öddu er auðvitað alveg hrikalega flottur :-)

Allavega þá fórum við hjónin í bíltúr með yngra skottið á risa stórum bíl og náðum í þennan sæta skáp sem beið okkar, rykugur...komum honum hingað heim...og hann fékk extreme make over !Gleymdi auðvitað að mynda hann áður en ég byrjaði...en þið sjáið hér vel hvernig hann var á litinn.
Hann var grunnaður fyrst....
Svo var hann kalkmálaður !


Hér er kalkmálningin blaut.Ég ELSKA kalkmálningu!!
Sjáið þið panelinn?? ætlaði að veggfóðra inn í bakið en snarhætti við það þegar ég sá panelinn :-)


svo var honum leyft að hvíla sig greyinu...enda mikið á hann lagt á einum degi !

Daginn eftir eða morgunin eftir hehehe gat ekki beðið lengi...þá leit hann 

Svona út !! :-)


Gæti ekki verið ánægðari með útkomuna...
á eftir að versla höldur á hann...fer í það sennilega í dag.
Mun sýna ykkur þær þegar ég hef fundið þær réttu :-)Nú er stellið mitt komið með heiðurssess í fína fagra skápnum mínum :-)

**************************


Aðeins fleiri myndir :-)
Nú er ég hætt að monta mig ! :-)


Knús og Kram
Friday, January 18, 2013

Home sweet home..

Þessa mynd tók áhugaljósmyndari af dóttur minni þegar hún var 3ja mánaða..þykir óendanlega vænt um þessa mynd!


Home stafina fékk ég í Laura Ashley á útsölu..kostaði klink  : -)
Hafið það yndislegt um helgina...

Knús og Kram


Thursday, January 17, 2013

og ég held áfram að láta mig dreyma...

 Skápaleitin gengur ekki vel....dauðlangar helst í einhvern sjúskaðann og gamlann skáp sem vantar góða meðhöndlun :-)

Vil gera hann að mínum....

leitin heldur áfram því mig vantar mikið skáp fyrir gersemarnar mínar :-)

Fann nokkrar myndir á netinu af fallegum glerskápum sem búa í draumum mínum þessa daganna..


Er búin að þræða nytjamarkaðina, og bland framm og til baka...hann er ekki ennþá fundinn
 en hann skal finnast !


Knús og KramWednesday, January 16, 2013

Mig dreymir..

...um fallegann glerskáp.

Því ég eignaðist svo fallegt kaffistell og matarstell í dag..og mig bráðvantar glerskáp sem sýnir þessar gersemar: -)

Tek betri myndir af því þegar það er komið á betri stað.

Tuesday, January 15, 2013

Jólamyndatakan og afmælishelgin.Við erum dugleg að fara með stelpurnar okkar í myndatöku yfirleitt þá fyrir jólin. Finnst það svo yndisleg gjöf að gefa ömmum og öfunum nýlega mynd af þeim og ég veit að það gleður þau mjög mikið :-)

Fyrir síðustu jól þá fórum við til hennar Natalíu sem er áhugaljósmynari, og er algjör snillingur !
Kíkið á síðuna hennar með því að smella HÉRNA!
Natalía notar dagsbirtuna sem aðallýsingu sem gefur myndunum svo fallegann bjarma. Ég fór að fara með eldri stelpuna mína til áhugaljósmyndara þegar hún var 6 mánaða og ég hef áfram farið með hana og svo yngri stelpuna þegar hún fæddist til áhugaljósmyndara. Finnst myndirnar vera miklu skemmtilegri heldur en þessar hefðbundnu stúdíó myndir.

****************

Nokkrar myndir úr afmælisveislunni sem var haldin á laugardag en svo endaði dagurinn á að afmælisbarnið veiktist og var staðfest að hún var komin með inflúensuna :-( ekki skemmtilegt þar sem 2 af afmælisgestunum eru lagstir í rúmið......sorry ! Afmælistertan 
Hér um bil er afmælisbarnið að smita alla gestina...en okkur til bjargar þá var það ekki fyrr en um kvöldið sem hún sýndi einkenni....

p.s. takið þið eftir prinsessumjólkinni?? hún sló í gegn, takk fyrir hugmyndina Dossa !:-)


Knús og Kram