Thursday, January 3, 2013

Við eyðum svo miklum tíma.......í rúminu.

Meiri hlutinn af okkar tíma eyðum við í rúminu og það er eins gott að það sé þægilegt, heillandi og yndislegt !

Hver og einn hefur sínar óskir um hvernig fullkomna rúmið lýtur út. Ég sjálf nenni nú ekki að búa um rúmið á hverjum morgni (já ég viðurkenni það fúslega) ... finnst það vera tímasóun þar sem mér finnst oft verulega þægilegt að leggjast upp í rúm nokkrum sinnum yfir daginn og kíkja í tölvuna þar, eða taka smá lúr....til hvers þá að eyða 5-10 mín á hverjum morgni í að búa um rúmið sem verður svo óumbúið nokkrum mínútum eða klukkustundum síðar ;-)

Það sem mér finnst redda þessu er að ef rúmfötin eru falleg og fallegir púðar eru í rúminu þá er það alveg jafn fallegt þrátt fyrir að sængurnar og koddarnir séu ekki fullkomlega sett á rúmið....








                                           ************************************

Pífukoddaver er eitthvað sem mig er búið að langa í lengi...en þau eru það dýr að ég hef ekki leyft mér að versla þau...á alveg nægilega mörg koddaver þannig ég get ekki réttlætt kaupin.....en nú er önnur tíð....nú get ég réttlætt þau ;-)

Smellið hérna þá sjáið þið hvað ég meina !!






Við eigum svona rúm úr Ikea og ég held ég fari í dag og versli mér svona pífukoddaver og geri rúmið enn meira kósý...verst að það verður enn meira heillandi...sem er ekki gott þar sem skólinn byrjar með hvelli á mánudag hjá mér...en það verður gott að skríða upp í það á kvöldið ;-)

zzzzzzzzzzzzzzzz... til ykkar.







No comments:

Post a Comment

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)