Saturday, August 31, 2013

Lífið flýgur áfram!

Stundum líður tíminn svo hratt að maður hreinlega missir af mjög mikilvægum mónentum í lífinu...


Friday, August 30, 2013

Einfaldleikinn getur verið svo fallegur.

Að dunda sér við að punta heimilið er svo skemmtilegt..og oft þarf ekki mikið til, til að búa til fallegt punt.
Ég fann þetta sæta einfalda kort í Söstrene og tók það með mér heim..vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera við það. Mér fannst það bara svo sætt!
Svo fór ég í IKEA og inní ramma deildinni fékk ég þessa fínu hugljómun...djók!

Þar sem kortið var í veskinu þá fann ég þennan voða sæta ramma og hann var fullkomin fyrir kortið.LOVE

Er voða skotin í nýju myndinni okkar :-)
Litla herbergið okkar að verða 
fínt og kózý.
Myndaveggurinn er ekki alveg fullkomnaður. Góðir hlutir gerast hægt.


Marían svartaBrúðarkjólinn minn og toppur sem var gjöf frá Þórunni vinkonu minni. Tvær fallegar flíkur sem eru of fallegar til að húka inn í skáp:-)

Langar að finna annað vírherðatré fyrir kjólinn. ég spreyjaði hitt svart, kæmi líka vel út spreyjað með gull spreyji.


Er litla sæta herbergið okkar hjóna ekki bara krúttlegt:-)

Góða helgi elskurnar og hafið það kózý í vonda veðrinu.

Knús & Kram

Erla Kolbrún

Thursday, August 29, 2013

50. færslan mín !! :-)

Og ég vona að þær eiga eftir að verða enn fleiri !! Það fer algjörlega eftir því hvort það sé einhver þarna úti sem nennir að lesa ;-)


Að allt öðru....ég elska Ikea eins og flestir nema kannski Andrés...eða flestir karlmenn!

En það er ein húsgagnalína hjá þeim sem ég er orðin ástfangin af því Ikea hefur tekist að gera hana svo klassíska og tímalausa. Það finnst mér skipta mestu máli þegar húsgögn eru versluð er að þau hafi einfalt yfirbragð en samt sem áður glæsileika sem stendur tímans tönn, það hefur Stockholm línan algjörlega umfram aðrar vörulínur hjá IKEA...að mínu mati allavega.

STOCKHOLM vörulínan inniheldur til dæmis kaffiborð sem koma í nokkrum útgáfum, veggborð, mottur og margt margt fleira. Það sem er í mestu uppáhaldi hjá mér eru borðin...sófarnir....stólarnir...æhh ég get ekki gert upp á milli :-) 
 IKEA er hætt að selja þessa gerð af STOCKHOLM borðum en
 það má alltaf finna þau á til dæmis bland.is.
 
 

 
 

Veggborð sem hentar líka flott sem hilla undir sjónvarpið.
 

 

 
Þessi týpa er ný hjá IKEA og hún er guðdómleg...finnst ykkur ekki?
 
Svo klassískt og fínt.
 
 
 
Hérna er mynd af borðinu sem er á myndinni fyrir ofan.
 
Borðstofuborðið í STOCKHOLM línunni.

 
Þessi sófi fæst einnig með svörtu og hvítu áklæði. Þannig hver og einn
 ætti að finna sér hluti í þessari fallegi vörulínu.

 
Hægindastóllinn er ÆÐI ! Þessi gæti alveg átt heima í einhverri
æðislegri hönnunarverslun útí heimi :-) 
Fylgihlutirnir eru hver öðrum flottar. Þessi púði gæti auðveldlega poppað upp stofuna.

Það þarf lítið að segja um þennan. Hann er fullkominn!
 
 
Þetta samansafn er bara lítill partur af því sem er til...
 
 
Knús & Kram
 
 

 
 

Tuesday, August 27, 2013

Ég ætla að taka ykkur með til Svíþjóðar þennan daginn...

Rakst á þetta fallega heimili á vafri mínu og ég verð að sýna ykkur það !

Ég gæti alveg hugsað mér að flytja þarna inn og ég myndi ekki breyta neinu.

jæja leyfum myndunum að tala....

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
Er ekki eldhúsið hjarta heimilisins?
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
Þvílík fegurð !
 
Einsog íbúðin sé með stóra drottninga kórónu!
 

 
Myndi svo sannarlega ekki breyta neinu þarna inni...sjáið þið út af hverju??
 
Louis Vuitton ! :-)
 
 


 
 
 
 
 
 
Takk fyrir komuna.....
 
 
 
Mér tókst að leyfa myndunum að tala í þetta sinn...að mestu allavega.
Var þetta ekki skemmtilegt ferðalag??
 
Verst að ég fæ bara að horfa á myndir en ekki snerta....
 
 
Knús & Kram
 
Myndirnar eru héðan.
 
 

Kvörtunarpúkinn er mættur og þið megið kveikja á kerti fyrir Andrés vegna þess...

Yfir mörgu ætti maður alls ekki að kvarta yfir þar á meðal yfir húsnæðinu sínu því það er víst ekki sjálfgefið að hafa þak yfir höfuðið en það eiga allir sinn kvörtunarpúka og minn einblínir þessa dagana á litlu íbúðina sem við búum í.
Ekki miskilja mig...hún er mjög fín og við komumst vel fyrir í henni ( stelpurnar í stóra herberginu og við hjúin í litla herberginu). En reglulega hellist yfir mig tilfining sem ég HATA !
Þessi tilfining kom á nokkra mánaða fresti þegar ég var í námi og ég var mjög mikið heima og gat á hverjum degi passað að þessi tilfinging kæmi ekki...en núna þar sem ég er farin að vinna þá er ég mun minna heima og því get ég lítið gert til að forðast helvítis tilfininguna.

Þið kannist við það þegar þið eruð búin að taka skápana í gegn á vorin, brjóta föt vel saman og raða þeim á sinn stað inn í skápana. Taka "allskonar" skápinn í eldhúsinu í gegn ásamt baðskápnum, og ekki má gleyma útifataskápnum í forstofunni! Inn í hann þarf að kíkja reglulega og taka til...svo líða vikurnar og hlutirnir færast smávegis úr stað en fljótt náum við að laga það til baka en við verðum að vera á tánum og vera tilbúin að skerast inn í leikinn þegar krakkanum langar rosalega mikið til að fara í kjólaleik, eða bara fara í eitthvað annað...þessi leikur er yndislega skemmtilegur...þá fyrir krakkann ;-)

Æi þið vitið hvert ég er að fara með þetta.....þegar skáparnir eru í rúst, útiskórnir út um allt og  þegar það er ekki hægt að opna "allskonar"skápinn í eldhúsinu því þá fær maður flóðið á móti sér.
ÞANNIG TILFININGU ER ÉG MEÐ NÚNA!
Þá er best að finna sér tíma til að taka fram svartann ruslapoka og merkja þá: Rusl og Gefa í Rauða krossinn.

Þetta er ekki skemmtilegt á meðan er en eftir á þá líður manni nánast eins og nýrri manneskju...allavega mér :-)

 
 

 
 

 
 
 
Það er samt eitt sem ég verð að gera áður en ég byrja á forstofunni...það er að finna góða lausn á skóhrúgunni...Ég á því miður ekki mikið af fallegum skóm til að geta gert þetta:
 
 
 
Eða þetta:
 
 
 
Ég veit samt um hið fullkomna pláss til að útbúa svona 
horn inn í litla herberginu okkar Andrésar....
Þarna kom ástæða til að safna sér fleiri fallegum skópörum ;-)
 
 
Svo er ekki neinn svona fínn skápur hjá okkur til að útbúa svona fínan fataskáp:
 
 
 
Fallegur er hann og ég læt mig dreyma um einhvers konar fataskáp/herbergi seinna meir :-)
 
Þegar plássið er lítið og maður hefur ekki heilt herbergi eða risastórann skáp til að koma skónum fyrir í þá þarf að finna hinu fullkomnu hirslur til að skipulagið sé gott og nái að haldast lengur en nokkrar vikur eða mánuði. Það á að haldast ALLTAF !
 
Rakst á þessar skondnu hirslur á flakki mínu á netinu:
 
 
Hahahaha er þetta ekki æfingahjól fyrir stórt nagdýr??:-)
 

Þessar finnst mér spes...Allt annað en fallegt en það fer vel um skóna :-)
 

                            -----------------------------------------------------------------------------

Þessar yrðu fullkomnar inn í fataskápinn....
 
 

 

 
Svo geta fallegar hillur breyst í hinu fullkomnu skóhillur. Mjög sætt að útbúa svona fínt inn hjá unglingsstúlkunni :-)
 
 
En munið svo bara þegar þið ákveðið að hella ykkur út í tiltektina að:
 
 
 
 
 
 
 
Knús & Kram
 
 
 
 
 
 
 Monday, August 26, 2013

Blóm gera mikið meira en..

Mér finnst orðið nauðsynlegt að vera með afskorin blóm..helst út um allt!
Þau gera heimilið svo cozý og friðsamleg(ef ég má orða það sem svo).
Þau eru að verða eins nauðsynleg og kertin! Án djóks! :-)
Litlir vasar víðs vegar um heimilið með einum til þrem litlum blómum í er perfect!
Hægt er að kaupa búnt af sætum blómum sem hægt er að klippa niður í stök blóm og dreifa þeim svo í vasa.
Ég hef fundið nokkra litla sæta vasa í Söstrene, svo má nota litlar krukkur líka. Gaman er að bæta við fallegum borða til að gefa krukkunum smá dúllerí.
Þessi blóm fást einmitt í búnti þar sem eru mörg blóm á einum stilki. Kosta innan við 1000krónur og standa allt upp í mánuð! :-)
         

                 Knús og Kram