Thursday, August 22, 2013

Wake up my dear !

Það er sko kominn tími til að endurvekja þetta blogg af værum svefni....

Er búin að vera huga að ýmsum hlutum, framkvæma hin ýmsu verkefni og láta drauma mína rætast síðan síðasta færsla rataði hingað inn.

Hef margt til að sýna ykkur og vona að þið nennið ennþá að fylgjast með mér hérna :-)

Það sem hefur átt hug minn allann síðustu mánuði er krúttlegasta verslun á Íslandi...ef ekki í heiminum ( allavega hluta af heiminum sem ég hef séð með eigin augum )....þar fæ ég að dundast allann daginn, umkringd fallegum hlutum, fallegum fötum og...og...og....og er því í mínum drauma heimi þar. Ef það er ekki skemmtilegasta job ever þá veit ég ekki hvað ;-)

Svvvvvvvvvvvoooooooooooo er ég svo hrikalega lánsöm að vera einn af blaðamönnum tímaritsins Home Magazine sem er í eigu Þórunnar Högnadóttur. Þar er ég með DIY greinar ásamt fleiru og það er svo yndislega gaman! Það er frábært að sjá hvað þetta nýja tímarit hefur náð langt á stuttum tíma og því verður enn skemmtilegra að fylgjast með framtíð þess.

Svo hefur mig dreymt um að framleiða skilti til að skreyta heimili með. Hef verið með þetta í kollinum í smá tíma og ákvað að láta verða að því :-) Þið getið kíkt á síðuna með því að smella HÉR.
Síðan heitir Subway skilti og er fyrirmynd þeirra erlendu New York skiltin sem hafa ekki fengist hérna heima með íslenskum texta. Þau kallast hreinlega "subway" signs.

DIY verkefnin hafa ekki setið á sér síðustu mánuði hjá mér...enda með amk. 2 þannig verkefni í hverju Home magazine blaði en svo hef ég verið að dunda mér við smærri verkefni hérna heima sem eru bara fyrir mig persónulega. Okkur vantaði til dæmis ægilega nýjann sófa þar sem okkar ákvað að syngja sitt síðasta með því að rifna og vera ljótur....og þar sem við erum ekki í því húsnæði sem við ætlum okkur að vera í, í framtíðinni þá fór hugurinn á fullt og ég rakst á sniðuga hugmynd...Hvað með að nota EUR pallettur???

jú svei mér þá....ég lét verða að því. Læt myndina lýsa þeim kózý sófa sem er orðinn einn af fjölskyldunni ;-)


Hann er unaðslega þægilegur ! Börnin fást ekki úr kúrusófanum eins og þær kalla hann :-)

Hvað segið þið...eruð þið hérna ennþá...

Væri æði ef þið nenntuð að skila eftir smá spor.

Knús og Kram








6 comments:

  1. Glæsileg lausn á sófavandamáli hjá þér og ekki verra að hann virkar.

    ReplyDelete
  2. Falleg og skemmtileg síða. og gaman að sjá hvað þú ert að bardúsa:) Flottur sófi:)

    Love Þóra Kolbrún

    ReplyDelete
  3. Hlakka til að sjá meira!!
    Kveðja Ása

    ReplyDelete
  4. Frábært :-) kv.Bryndís

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)