Tuesday, August 27, 2013

Kvörtunarpúkinn er mættur og þið megið kveikja á kerti fyrir Andrés vegna þess...

Yfir mörgu ætti maður alls ekki að kvarta yfir þar á meðal yfir húsnæðinu sínu því það er víst ekki sjálfgefið að hafa þak yfir höfuðið en það eiga allir sinn kvörtunarpúka og minn einblínir þessa dagana á litlu íbúðina sem við búum í.
Ekki miskilja mig...hún er mjög fín og við komumst vel fyrir í henni ( stelpurnar í stóra herberginu og við hjúin í litla herberginu). En reglulega hellist yfir mig tilfining sem ég HATA !
Þessi tilfining kom á nokkra mánaða fresti þegar ég var í námi og ég var mjög mikið heima og gat á hverjum degi passað að þessi tilfinging kæmi ekki...en núna þar sem ég er farin að vinna þá er ég mun minna heima og því get ég lítið gert til að forðast helvítis tilfininguna.

Þið kannist við það þegar þið eruð búin að taka skápana í gegn á vorin, brjóta föt vel saman og raða þeim á sinn stað inn í skápana. Taka "allskonar" skápinn í eldhúsinu í gegn ásamt baðskápnum, og ekki má gleyma útifataskápnum í forstofunni! Inn í hann þarf að kíkja reglulega og taka til...svo líða vikurnar og hlutirnir færast smávegis úr stað en fljótt náum við að laga það til baka en við verðum að vera á tánum og vera tilbúin að skerast inn í leikinn þegar krakkanum langar rosalega mikið til að fara í kjólaleik, eða bara fara í eitthvað annað...þessi leikur er yndislega skemmtilegur...þá fyrir krakkann ;-)

Æi þið vitið hvert ég er að fara með þetta.....þegar skáparnir eru í rúst, útiskórnir út um allt og  þegar það er ekki hægt að opna "allskonar"skápinn í eldhúsinu því þá fær maður flóðið á móti sér.
ÞANNIG TILFININGU ER ÉG MEÐ NÚNA!
Þá er best að finna sér tíma til að taka fram svartann ruslapoka og merkja þá: Rusl og Gefa í Rauða krossinn.

Þetta er ekki skemmtilegt á meðan er en eftir á þá líður manni nánast eins og nýrri manneskju...allavega mér :-)

 
 

 
 

 
 
 
Það er samt eitt sem ég verð að gera áður en ég byrja á forstofunni...það er að finna góða lausn á skóhrúgunni...Ég á því miður ekki mikið af fallegum skóm til að geta gert þetta:
 
 
 
Eða þetta:
 
 
 
Ég veit samt um hið fullkomna pláss til að útbúa svona 
horn inn í litla herberginu okkar Andrésar....
Þarna kom ástæða til að safna sér fleiri fallegum skópörum ;-)
 
 
Svo er ekki neinn svona fínn skápur hjá okkur til að útbúa svona fínan fataskáp:
 
 
 
Fallegur er hann og ég læt mig dreyma um einhvers konar fataskáp/herbergi seinna meir :-)
 
Þegar plássið er lítið og maður hefur ekki heilt herbergi eða risastórann skáp til að koma skónum fyrir í þá þarf að finna hinu fullkomnu hirslur til að skipulagið sé gott og nái að haldast lengur en nokkrar vikur eða mánuði. Það á að haldast ALLTAF !
 
Rakst á þessar skondnu hirslur á flakki mínu á netinu:
 
 
Hahahaha er þetta ekki æfingahjól fyrir stórt nagdýr??:-)
 

Þessar finnst mér spes...Allt annað en fallegt en það fer vel um skóna :-)
 

                            -----------------------------------------------------------------------------

Þessar yrðu fullkomnar inn í fataskápinn....
 
 

 

 
Svo geta fallegar hillur breyst í hinu fullkomnu skóhillur. Mjög sætt að útbúa svona fínt inn hjá unglingsstúlkunni :-)
 
 
En munið svo bara þegar þið ákveðið að hella ykkur út í tiltektina að:
 
 
 
 
 
 
 
Knús & Kram
 
 
 
 
 
 
 



1 comment:

  1. Ha ha gæti verið pistill eftir mig.. Væri líka til í að hafa Ikea stundum nær þegar maður er að fara "koma" sér í þennan gír..
    kveðja úr skipulagsleysinu
    Sigga Magga

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)