Sunday, December 30, 2012

Jólin mín..

Ég elska aðventuna eins og margir gera..að setja upp seríur og týna framm jólaskrautið gefur mér mikið. Síðustu ár hefur desember verið frekar stress fullur vegna prófa hjá mér en núna í ár fékk ég að eyða desember í frekar rólegheitum..fékk allavega smá hvíld frá prófstressinu því ég hef verið að jafna mig eftir veikindi síðustu mánuði.
Nýja árið mun færa mér nýtt upphaf ef ég má orða það sem svo,ætla að taka á móti því með opnum örmum og vona að það eigi eftir að vera gott..
mér líður svoldið eins og ég sé að byrja upp á nýtt en er samt sem áður að fara ljúka ákveðnu verkefni sem er búið að vera í gangi síðustu þrjú ár,námið mitt er búið ad vera stórt verkefni..
að sjá endasprettinn er góð tilfining.

Jólin eru búin að vera yndisleg, er búin að hafa það verulega gott með manni og börnum. Jólin einkenndust af hvíld, rólegheitum,góðum mat og samveru með þeim sem eru mér næst.
Hlakka til að sjá og upplifa það sem árið 2013 mun bjóða upp á..stefnir allavega í spennandi ár.

p.s. mæli með því að þið kíkið í búðir..það eru mjög góðar útsölur byrjaðar. Í Pier er 50% afsláttur af öllu jólaskrauti, einnig í Tekk company eru 50% afsláttur af öllu jólaskrauti,RL vöruhús, Ilva og fleiri búðir. Gott að versla fyrir næstu jól!:-)

Minningar eru skemmtilegar...

Gamlir hlutir hafa ávallt heillað mig...sagan á bakvið hlutina gefur þeim endalaus verðmæti. Þegar ég var yngri þá hafði ég mjög gaman af að skoða gamlar myndir, sérstaklega myndir af gömlum húsum og sjá svo sömu hús í núverandi mynd, ég ýmindaði mér oft hvernig lífið var í þessum gömlu húsum. Minningar eru eitthvað sem við eigum að varðveita ef möguleikinn er fyrir hendi og ég er mjög dugleg að geyma hluti sem skipta máli í lífi barnanna minna...litlir hlutir geta verið þeim ómetanlegir þegar þær eru orðnar fullorðnar konur. Það þarf ekki að vera flókið að varðveita skemmtilega hluti. Hafa góða plastkassa inn í skáp þar sem hægt er að setja þessa hluti í þegar þeir koma...t.d. núna um jólin fór í kassann hennar Magdalenu merkimiði sem hún Alexandra hafði skrifað í fyrsta skiptið alveg sjálf: Til Magdalenu, Frá Alexöndru. Mér finnst þetta merkilegur hlutur því þetta er fyrsti merkimiðinn hennar Alexöndru og hún var að gefa systur sinni jólagjöf. Hver veit nema þeim eigi eftir að finnast þetta merkilegt í framtíðinni :-)
Þessir litlu hlutir taka ekki mikið pláss en þeir segja sögu...söguna þeirra.

Mjög sniðug sængurgjöf er t.d. svona minningarkassi...það er mjög auðvelt að finna sér kassa og breyta honum í fallegann minningarkassa :-)
Einfaldir en verðmætir hlutir þurfa ekki að kosta mikið...með smá hugmyndaflug og með fallegri hugsun er auðvelt að útbúa fallegar gjafir.


Svona glerkassar fást hérna. Mæli eindregið með þessari búð því það fæst endalaust mikið fallegt þarna :-)

Saturday, December 29, 2012

Nokkrir fallegir hlutir...

Nokkrir fallegir hlutir hafa ratad med mèr heim sìdustu daga.
Fallega teppa og kodda karfan mìn sem èg versladi ì RL vöruhùsi..òtrùlegt hvad litlir hlutir geta veitt manni mikla ànægju :-)
Myndarammi sem èg fann á ùtsölumarkadi Tekk company. Hann lýtur ùt fyrir ad vera ùr rekavid...thad er eitthvad sem höfdar verulega mikid til mìn!! Eitthvad gamalt og snjád...ekki skemmdi fyrir ad hann var falur fyrir heilar 1000 krònur !!
Fèkk litla sæta bordid gefins og sama kvöld var thad ordid hvìtt og stendur á besta stad ì stofunni...hlakka til ad lesa skòlabækurnar á tvì ì vetur:-)

Ætla seta inn fleiri myndir à morgun af hlutum sem hafa fengid make over hjà mèr....stay tuned ;-)

Komin í bloggheiminn !

Hef mikla ánægju á að skoða blogg annarra og eru þau blogg sem innihalda fallegar myndir af fallegum heimilum í miklu uppáhaldi.
Þetta litla blogg mitt verður vonandi fullt af fallegum myndum sem veita mér innblástur.


Er dugleg að breyta og gera fallegt í kringum mig hérna heima...margir mjög hissa á þessu breytingaræði mínu en eins og ein góð setning segir sem ég rakst á í dag í nettímariti frá Home and delicious.
"Heimili er verkefni í vinnslu".

Rakst á þetta blogg í dag og þessi þrjú nettímarit sem eru komin út frá þeim lofa einkar góðu og mig hlakkar til að fylgjast með þeim áfram.


http://www.homeanddelicious.is/
Vona að þið séuð búin að hafa það sem allra best yfir hátíðirnar. Við erum búin að vera öll saman í fríi og það er búið að vera yndislegt, en mikið verður samt gott að komast í rútínuna aftur. Rútínan er mikilvæg í mínu lífi !

Vona að þið nennið að fylgjast með mér og endilega verið dugleg að skilja eftir línu :-)