Ég elska aðventuna eins og margir gera..að setja upp seríur og týna framm jólaskrautið gefur mér mikið. Síðustu ár hefur desember verið frekar stress fullur vegna prófa hjá mér en núna í ár fékk ég að eyða desember í frekar rólegheitum..fékk allavega smá hvíld frá prófstressinu því ég hef verið að jafna mig eftir veikindi síðustu mánuði.
Nýja árið mun færa mér nýtt upphaf ef ég má orða það sem svo,ætla að taka á móti því með opnum örmum og vona að það eigi eftir að vera gott..
mér líður svoldið eins og ég sé að byrja upp á nýtt en er samt sem áður að fara ljúka ákveðnu verkefni sem er búið að vera í gangi síðustu þrjú ár,námið mitt er búið ad vera stórt verkefni..
að sjá endasprettinn er góð tilfining.
Jólin eru búin að vera yndisleg, er búin að hafa það verulega gott með manni og börnum. Jólin einkenndust af hvíld, rólegheitum,góðum mat og samveru með þeim sem eru mér næst.
Hlakka til að sjá og upplifa það sem árið 2013 mun bjóða upp á..stefnir allavega í spennandi ár.
p.s. mæli með því að þið kíkið í búðir..það eru mjög góðar útsölur byrjaðar. Í Pier er 50% afsláttur af öllu jólaskrauti, einnig í Tekk company eru 50% afsláttur af öllu jólaskrauti,RL vöruhús, Ilva og fleiri búðir. Gott að versla fyrir næstu jól!:-)
Gaman að sjá jólin hjá þér, falleg og kósí. Alltaf gaman að sjá nýja íslenska heimilisbloggara bætast við, hlakka til að fylgjast með þér :)
ReplyDeleteGleðilegt nýtt ár!
Margrét
Mikið er fallegt hjá þér :) og hjartanlega velkomin í blogghópinn!
ReplyDeleteÉg bæti þér á hliðarlínuna hjá mér, vona að það sé í lagi!
Gleðilegt ár :)
Soffia
Þakka ykkur fyrir! :-)
ReplyDeleteGleðilegt nýtt ár sömuleiðis.
Og já Soffía,það er sko í lagi;-)
Innilega velkomin í bloggheima, mikið líst mér vel á þetta hjá þér!
ReplyDeleteÉg skelli þér á hliðarlínuna hjá mér og fylgist svo með :)
Gleðilegt nýtt og skapandi ár!
Kær kveðja,
Kikka