Sunday, December 30, 2012

Minningar eru skemmtilegar...

Gamlir hlutir hafa ávallt heillað mig...sagan á bakvið hlutina gefur þeim endalaus verðmæti. Þegar ég var yngri þá hafði ég mjög gaman af að skoða gamlar myndir, sérstaklega myndir af gömlum húsum og sjá svo sömu hús í núverandi mynd, ég ýmindaði mér oft hvernig lífið var í þessum gömlu húsum. Minningar eru eitthvað sem við eigum að varðveita ef möguleikinn er fyrir hendi og ég er mjög dugleg að geyma hluti sem skipta máli í lífi barnanna minna...litlir hlutir geta verið þeim ómetanlegir þegar þær eru orðnar fullorðnar konur. Það þarf ekki að vera flókið að varðveita skemmtilega hluti. Hafa góða plastkassa inn í skáp þar sem hægt er að setja þessa hluti í þegar þeir koma...t.d. núna um jólin fór í kassann hennar Magdalenu merkimiði sem hún Alexandra hafði skrifað í fyrsta skiptið alveg sjálf: Til Magdalenu, Frá Alexöndru. Mér finnst þetta merkilegur hlutur því þetta er fyrsti merkimiðinn hennar Alexöndru og hún var að gefa systur sinni jólagjöf. Hver veit nema þeim eigi eftir að finnast þetta merkilegt í framtíðinni :-)
Þessir litlu hlutir taka ekki mikið pláss en þeir segja sögu...söguna þeirra.

Mjög sniðug sængurgjöf er t.d. svona minningarkassi...það er mjög auðvelt að finna sér kassa og breyta honum í fallegann minningarkassa :-)
Einfaldir en verðmætir hlutir þurfa ekki að kosta mikið...með smá hugmyndaflug og með fallegri hugsun er auðvelt að útbúa fallegar gjafir.


Svona glerkassar fást hérna. Mæli eindregið með þessari búð því það fæst endalaust mikið fallegt þarna :-)

3 comments:

  1. Ég er immit með svona kassa með ýmsu í þarf immit að fara að gera eitthvað svona sniðugt ;) Svo er ég með kassa myndaramma með gleri sem ég setti 1 tannbusta 1 túttan finnst þetta svo skemmtilegt.

    ReplyDelete
  2. Mjög sniðug hugmynd ! Ég er einmitt með svona minningarkassa fyrir stelpurnar mínar sem eru ættleiddar og í honum eru ýmsir hlutir sem tengjast upprunalandinu þeirra og ættleiðingunni :-)

    ....og velkomin í bloggheima og til hamingju með bloggið !

    kv
    Kristín Vald

    ReplyDelete
  3. Skal sýna minningarkassann minn við tækifæri:-) svo gaman að varðveita litlu hlutina.

    Takk Kristín!
    Kveðjur.

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)