Friday, February 22, 2013

Helgin framm undan...

Er það bara ég eða er alltaf föstudagur?? ... ekki það að ég sé að kvarta undan því. ALLS EKKI :-)

Þið ættuð endilega að kíkja á markaðstorgið sem er í Ikea núna..margt fallegt þar á góðum afslætti. Ákvað að sýna ykkur smá dæmi sem ég sá þar:


Þessi ljósakróna kostar heilar 995 krónur og sæmir sér verulega vel flestum heimilum. Ég sé hana fyrir mér inn í milli rými eins og t.d. löngum gangi þar sem fjölskyldumyndirnar sóma sér. Myndi hafa sprittkerti í þeim svo ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af kertunum:-)




Þessi bekkur kostar 3.950 krónur og ég er með svona bekk 
hérna heima sem ég málaði og hef hann í forstofunni. 





Neðri hillan geymir skó sem eru reglulega notaðir og svo eru 
sætir púðar sem eru á efri hillunni svo það sé hægt að tilla sér.







Þetta fallega borð fæst fyrir heilar 9.950 krónur !!

Er hæfilega stórt til að nota í skrifstofuhornið eða inn til prinsessunnar. Mig langar verulega að skipta út borðinu sem ég er með í staðinn fyrir þetta...veit ekki alveg hvort eiginmaðurinn samþykki það :-)

Allavega mæli ég með því að þið kíkjið á markaðinn, hann er um helgina.

Hafið það gott um helgina.
Knús og Kram









No comments:

Post a Comment

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)