Monday, February 11, 2013

Öskudagurinn ógurlegi með vampýru tönnum og á teiknuðum saum á kinn !

Mér finnst tíminn sem er núna svo notalegur...vorið er á næsta leyti...en það er nóg að gera í skólanum þessa daganna...því er mikilvægt að finna sér tíma inn á milli og njóta augnabliksins...

Ég fór í próf í efnafræði í morgun kl 8 svo tók við tveggja klst. eyða þannig ég ákvað að fara í smá bíltúr og reyna róa hugann eftir prófið...mér gekk semsagt ekki vel, féll á tíma og allt...frekar fúlt...en ég kom við í Te og Kaffi á laugaveginum og bað afgreiðslustúlkuna um að selja mér mjög gómsætann súkkulaði kaffi drykk.
Hún var nú ekki lengi að benda mér á mjög girnilegann Swiss Mokka kaffi drykk sem væri mikil kaloríubomba en verulega gómsætur....ég var nú ekki lengi að skella mér á hann...


Þetta er nú ekki frásögufærandi nema hvað að þetta er minn allra fyrsti kaffibolli sem ég drekk á ævinni...aðal ástæðan fyrir þessum kaupum er þessi leiðindar hálsbólga sem er búin að vera herja á mig síðustu viku en svei mér þá, ég held að ég sé búin að finna mér nýtt uppáhald !

Nú þarf ég að draga Andrés með mér á kaffihús á Mokka deit við tækifæri ! :-)






Auðvitað var þessi merkilegi bolli myndaður bak og fyrir :-)


*******************************

Á miðvikudag er skemmtilegur dagur...Frumburðinum mínum finnst þessi dagur einstaklega spennandi og helsti draumur hennar er að fá að fara sem Frankie Stein sem er ein af Monster High dúllunum...eða Monster High $#%"/$& já þetta orð er ekki við hæfi ungra lesenda.

Þeir sem vita ekki hvernig dúkkur þetta eru geta smellt hér....Þetta er Frankie Stein sem Alexandra vill líkjast á öskudaginn...mér til mikilla gleði !

......og hérna sjást þær allar.

En ég var ekki alveg búin að gefa mig með þessa ákvörðun hennar þannig ég skellti mér í dag í Rauðakross búðina í Mjóddinni til að athuga með búninga...hafði heyrt að í Rauða kross búðunum væru oft til mjög fínir búningar á klink.
Ég var svo ánægð þegar ég fann Yasmin prinsessu búning, og bleikann plane kjól sem er með víðum ermum, svona ekta kjóll sem engill myndi klæðast. Út úr búðinni fór ég með þessa tvo búninga í poka og borgaði 1500 krónur fyrir og var mjög örugg með það að ég myndi vinna Alexöndru á mitt band og fá hana ofan af  Monster High dellunni.

Þegar ég bað hana að máta Yasmin búninginn þá fékk ég að vita það frá eiginmanninum að þessi búningur myndi nú aldrei passa á hana ! ég var nú ekki alveg að fatta hvað hann átti við...hélt mig vera með fínan búning á barn...en mér skjátlaðis !

Sjá mynd hér fyrir neðan!!






Jæja okey ég var þá allavega búin að finna búin búning fyrir manninn og fékk Alexöndru til að máta engla kjólinn en hann var alls ekki það sem hún hafði hugsað sér og hún var alveg harðákveðin í að fara sem Frankie Stein ! Ég játaði mig sigraða og fann til kjól af systur hennar sem er alls ekki of stuttur, bindi af eiginmanninum, blúndusokkabuxur sem verða notaðar sem ermar.
Hárið verður spreyjað og andlit málað...en hún fær ekki vampýrutennur ! 
ég fékk það í gegn (smá partur sem  ég fékk að ráða).

Veit ekki hvort ég þori að sýna ykkur mynd af henni á miðvikudag...fæ örugglega símtal
 frá BV (barnavernd) í kjölfarið....
....kemur í ljós.

Lendið þið í svona rökræðum við börnin ykkar eða leyfið þið þeim bara að ráða alfarið með þessi mál?
Þessi dagur getur verið pína fyrir mömmurnar...hvar er prinsessan mín sem er búin að vera síðustu 5 ár?????
Er hún alveg farin frá mér...komin einhver vampýrustelpa í staðinn.....

****************************************************



Naut kaffibollanns með þetta útsýni...ekki slæmt :-)



Knús og Kram





No comments:

Post a Comment

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)