Tuesday, March 12, 2013

Stimpla húsgögn.

Jæja kæru vinir...nú loksins fáið þið smá leiðbeiningar á hvernig ég gerði kölkuðu stólana mína svona franska...málið er að ég er búin að vera stúdera þetta mikið síðustu daga því þegar ég þurrkaði af þeim þá fór myndin með...blekið þornar sem sagt ekki fullkomlega.

HÉRNA sjáið þið góðar leiðbeiningar hvernig ég gerði þetta...en svo þarf ég að finna út hvernig hægt er að festa blekið alveg...held að það sé hægt að strauja yfir vax pappírinn þá verður vaxið eftir og myndar filmu yfir myndina...á sjálf eftir að prófa þá aðferð og skal láta ykkur vita hvernig það gekk :-)

                          *************************************************

Finnst svona teikningar svo sætar...



Er búin að vera vafra á netinu til að finna flottar teikningar til að prenta út...

Þær hafa ekki verið í góðum prentgæðum...



Þessi er með of hvítann bakgrunn...langar í svona gulann, vintage...








Svo fór ég inn á Grapichs fairy og rakst á fullkomna mynd...en það var bara til þessi eina útgáfa.
Sjá hér fyrir neðan ! 


Prentaði þessa út og hún fékk pláss inn í eldhúsi...



Afsakið myndgæðin...smellti mynd með símanum..

Langar í fleiri svona sætar myndir...eru svo vorlegar :-)


Knús og Kram




1 comment:

  1. Er svo sammála þér með hvað þessar myndir eru sætar, ég var einmitt að setja tvær í eldhúsið hjá (mér með límbandi) frá graphigs fairy og uppi er ég með nokkrar svoan blómateikningar þaðan sem ég festi upp með teiknibólum á panel vegg, kom mjög skemmtilega út. En ef bakgrunnurinn er of hvítur geturðu bara notað gamaldags brúnleitann pappír ef þú átt hann til og sparar blekið ;)

    kveðja Stína

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)