Monday, March 18, 2013

Páskafrí nálgast....



Páskafríið nálgast...
Alexandra mín sem er 6 ára telur niður daganna með því að skoða spegla dagatalið okkar...Langar ykkur kannski að sjá það?? það er mjög auðvelt og nytsamlegt DIY verkefni.




Þessi sætu egg sem fást í Húsasmiðjunni fengu heiðursess á fallegum páskagreinum.

Hlakka mikið til þegar litlu sætu gulu blómin fara springa út !

Algjör vorboði að mínu mati...







Talandi um vorboða !


******************************************************

Þar sem páskafrí nálgast hjá mörgum þá er voðalega gaman að eyða fyrstu dögunum í fríinu að föndra saman...

Það þarf ekki að kosta mikla peninga eða mikla fyrirhöfn að búa til fallegt páskaskraut.



Servíettur, plastegg (eða alvöruegg) og smá Modge podge lím.






Það væri gaman að prófa þetta :-)



Mini útgáfa af föndrinu hérna fyrir ofan.....






Líma ljósmyndir á eggin er líka góð hugmynd !




















Möguleikarnir eru endalausir....hugmyndaflugið þarf bara að fá að njóta sín í svona DIY verkefnum
og oft leynist mikið af hlutum heima við sem er tilvalið til notkunar í verkefnin...


Knús og Kram



1 comment:

  1. Fullt af sniðugum hugmyndum, flott að líma ljósmyndir á eggin :) Spegla dagatalið hljómar voðalega spennandi, hvernig virkar það?

    Eigðu góðan dag!
    Margrét

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)