Wednesday, March 6, 2013

Gjafaleikurinn er í fullum gangi !

...það gengur vel að safna Like-um :-)

Hlakka mikið til að draga út tvö nöfn...eiginmaðurinn er búinn að bjóðast til þess að hjálpa mér að skrifa niður þau 100 nöfn sem hafa Like-að síðuna :-)

Svo ætla ég að bæta smávegis við vinningana...það kemur í ljós hvað það verður !

Spennandi......

En ég og dætur mínar föndruðum saman í gærkvöldi...og hérna fyrir neðan sjáið þið afraksturinn.

Innplásturinn fékk ég frá henni Dossu eins og ég sýndi ykkur í síðasta pósti. Svo æðislega sæt eggin hennar.

Hérna koma mín





Eggið með blóminu er líka með stimplaða script á.





Sjáið þið ofan í bakkann...þar er smá stimpli stimpl ;-)








Þessi sætu egg fá að kúra í hlýju hreiðri....Eldri stelpan mín var alveg handviss um að það væru
ungar í þessum eggjum...og að þeir myndu klekjast út á páskadag...

Vona að ég muni ekki fylla íbúðina af litlum páskaungum á páskadag...á nóg með ungana mína tvo :-)






Gula eggið fékk líka smá script stimplað á sig :-)





Þarna eru eggin frá dætrum mínum. Fallegt lita val hjá þeim systrum. 
Mamman dáist að eggjunum á meðan hún eldar:-)




Þarna sést í tvær litla kanínu unga sem þær systur skreyttu líka :-) 
og það sést vel hvernig veðrið er þarna úti...brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr.



Svo yndislegt að vera með skraut sem börnin fá að gera að sínu.

Vona að þið hafið haft gaman af og ég vona líka að þið hjálpið mér að deila Heimadekur síðunni áfram.
Langar að draga út vinningana um helgina...það vantar ekki mikið upp á :-)

Mun setja öll nöfn í pott sem hafa Like-að síðuna þannig munið það að Like-a síðuna og deila svo.

Hafið það gott í óveðrinu...

Knús og Kram



1 comment:

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)