Sunday, March 3, 2013

Fann loksins borðstofuborð- ið !!

Fann þetta fína borð á bland-inu (hvar annars staðar) og það fékk að koma heim í smá dekur.

Það var verulega sjúskað og illa farið...



Með sandpappír, leysigeisla og pottasvampi þá fékk ég það eins og ég vildi. 
Ótrúlegt en satt þá endaði ég með það því ég var ekki að ná þykka bæsinu af með bara sandpappír.






Svo lakkaði ég borðplötuna með glæru möttu gólflakki. Gerði það til að verja hana og auðvelda þrif.



Og svo málaði ég fæturna með þessum undurfagra lit. Fór með sandpappír á kanta til að fá smá shabby look og er nú bara verulega sátt með útkomuna.



Það er hægt að stækka borðið á báða enda sem gerir það enn fullkomnara !

Heildarkostnaðurinn við þessi kaup og make over var:
9.000 krónur heilar með efni og borðinu sjálfu :-)

***********************************

Ég var að stofna nýja facebook síðu þar sem ég er að bjóða framm aðstoð mína ef einhver vill.
Endilega kíkið á hana og ýtið á Like page.




Þætti voða vænt um ef þið væruð til í að deila henni fyrir mig svo sem flestir sjái hana....svo er ykkur auðvitað velkomið að deila þessari bloggsíðu :-)



Með fyrirfram þökk.



2 comments:

  1. Borðið kemur sérlega vel út og liturinn er æðislegur!

    ReplyDelete
  2. hmm ég finn ekki facebook síðuna? Ertu kannski hætt með hana?

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)