Wednesday, January 30, 2013

Er á lífi !

Er ekki hætt að henda inn póstum hingað...er bara búin að vera smá upptekin :-)

Margt spennandi í gangi hjá mér þessa daganna....fullt að gera í skólanum sem er auðvitað bæði spennandi og brjálæði en svo er ég líka með smá verkefni sem er extra spennandi !!! :-)

Fæ að aðstoða yndislega fjölskyldu með heimilið þeirra...fæ að ráðleggja henni eftir mínum hugmyndum fyrir heimilið þeirra og það er æðislega gaman !

Gæti verið á netinu að fletta upp myndum og hugmyndum, og spjallað við húsfrúna allann daginn ef ég hefði tíma í það ! svo gaman að fá að taka þátt í svona verkefni með fjölskyldunni og á meðan ég drekki ekki blessaðri konunni með hugmyndum þá er ég ánægð  ;-)

Leyfi ykkur að fylgjast með því verkefni þegar það er komið lengra áleiðis !

Langaði að sýna ykkur svona "kerta arinn" sem ég og eiginmaðurinn útfærðum hérna heima, það er svoldið vinsælt að búa þá bara til þar sem þeir eru mjög dýrir og nota jafnvel bara ótrúlegustu hluti til þess...það gerðum við allavega.







Notuðum Ikea hillu, létum saga tvær spýtur sem pössuðu akkúrat frá hillunni 
og niður í gólf, lakkaði þær hvítar.

Þær voru lauslímdar með douple tape-i á vegginn. Pössuðum að hafa þær það langar að þær skorðuðust við hilluna og gólfið, þannig festust þær einnig svo ásamt líminu þá voru þær vel fastar.




Svo fann ég mynd af múrsteinum á netinu og eiginmaðurinn prentaði hana út í vinnunni
og límdi hana á foamplötu. Hana tillti hann henni með smá douple tape-i upp við vegginn.

Meira þurfti ekki að gera til að fá fínan kertaarinn :-)




Smá rökkur kósý




Það tók mig smá tíma að ákveða hvaða mynd ég vildi fá...
















Það var mikið úrval á netinu af múrsteina myndum og þær voru flestar í mjög góðum prentgæðum þannig það var lítið mál að prenta þær svona stórar.




Takk enn og aftur fyrir innlitið krakkar mínir ! mér þætti vænt um að fá fleiri komment:-)
Svo gaman að lesa þau.

Knús og Kram



3 comments:

  1. En geggjað :)

    Til lukku með arininn, hann er svo flottur að jóli á eftir að reyna að troða sér upp hann næstu jól!

    Kveðja
    Soffia

    ReplyDelete
  2. Jahááaá.....þetta kallar maður að redda sér ! Ekkert smá flott hjá ykkur og sniðugt :-)

    kv
    Kristín

    ReplyDelete
  3. vá, þvílík hugmyndaauðgi! Kemur mjög vel út, til hamingju með þennan flotta kertaarinn!

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)