Saturday, April 6, 2013

Falleg segultafla DIY.

Fór í Ikea um daginn og fann sætann bakka þar og fannst hann svo fallegur....en svo þegar hann var búinn að vera hérna á borðinu með nokkrum kertum á í nokkra daga sá ég það að hann var ekki að gera sig sem normal bakki.....

Mundi þá allt í einu eftir því að ég hafði séð bakka frá Ikea á Ikeahackers.net þar sem það var búið að breyta honum í segultöflu !




AAAAAA offcourse....


Dró kallinn með mér í Myconcept store í dag og fann voðalega sæta segla þar...það vantaði reyndar svoldið inn í stafrófið en það hlýtur að koma aftur :-)

Notaði gamla blúndu og batt hana í bakkann og hengdi hann svo upp á nagla....

Komin með þessa fínu segultöflu :-D






Er hæst ánægð með hana !

Á örugglega eftir að pimpa hana eitthvað upp....og bæta í seglasafnið þegar það koma fleiri stafir í My concept store.

Væri fallegt að eiga Home, Love, Live, Laugh.......

Hver stafur kostar ekki nema 200 krónur !

                                 ***********************************************


Eruð þið búnar að kíkja inn á Home Magazine  ??

Endilega sendið inn myndir af lúnum húsgögnum sem ykkur langar að láta breyta !

Við Þórunn munum velja nokkrar myndir og breyta húsögnunum frítt í boði Húsasmiðjunnar !!

Tékk it out !




                                                            Knús og Kram elskurnar

                                                                         

2 comments:

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)