Sunday, March 31, 2013

Gleðilega páska !

Vona að þið kæru vinir séuð að hafa það gott yfir páskana !!

Margt er að gerast hjá mér þessa dagana....hef lítið getað bloggað hérna á heimadekur....

Þið getið séð það sem ég hef verið að dunda mér við ásamt því að vera á fullu í ritgerðarsmíðum.

Home Magazine

Ég á grein í þessu flotta veftímariti sem er í eigu Þórunnar Högna. Greinin mín heitir Heimilistíska.
Þið finnið líka tímaritið á facebook.


Þessi mynd fékk að fljóta með í greininni :-)







Knús og Kram




Monday, March 18, 2013

Páskafrí nálgast....



Páskafríið nálgast...
Alexandra mín sem er 6 ára telur niður daganna með því að skoða spegla dagatalið okkar...Langar ykkur kannski að sjá það?? það er mjög auðvelt og nytsamlegt DIY verkefni.




Þessi sætu egg sem fást í Húsasmiðjunni fengu heiðursess á fallegum páskagreinum.

Hlakka mikið til þegar litlu sætu gulu blómin fara springa út !

Algjör vorboði að mínu mati...







Talandi um vorboða !


******************************************************

Þar sem páskafrí nálgast hjá mörgum þá er voðalega gaman að eyða fyrstu dögunum í fríinu að föndra saman...

Það þarf ekki að kosta mikla peninga eða mikla fyrirhöfn að búa til fallegt páskaskraut.



Servíettur, plastegg (eða alvöruegg) og smá Modge podge lím.






Það væri gaman að prófa þetta :-)



Mini útgáfa af föndrinu hérna fyrir ofan.....






Líma ljósmyndir á eggin er líka góð hugmynd !




















Möguleikarnir eru endalausir....hugmyndaflugið þarf bara að fá að njóta sín í svona DIY verkefnum
og oft leynist mikið af hlutum heima við sem er tilvalið til notkunar í verkefnin...


Knús og Kram



Saturday, March 16, 2013

Falleg heimili....


Í dag langaði mig að sýna ykkur nokkur falleg heimili...Þessi heimili eru staðsett víðsvegar um heiminn.
Þau eiga það sameiginlegt að ég væri alveg til í að eiga þau :-)




Kósý og rómantískt.




Bjart og elegant.




Býður manni góðann daginn með fallegri birtu !




Tolix stólar eru á draumalistanum mínum !







Danskt heimili sem er einstaklega fagurt.




Snilldin ein að mála vegg með krítarmálninu...Hver heimilismaður fær útrás fyrir sinni
 listsköpun á þessu heimili.

Skemmtileg endurvinnsla í gangi þarna líka.

Hafið það sem allra best um helgina...

Knús og Kram



Tuesday, March 12, 2013

Stimpla húsgögn.

Jæja kæru vinir...nú loksins fáið þið smá leiðbeiningar á hvernig ég gerði kölkuðu stólana mína svona franska...málið er að ég er búin að vera stúdera þetta mikið síðustu daga því þegar ég þurrkaði af þeim þá fór myndin með...blekið þornar sem sagt ekki fullkomlega.

HÉRNA sjáið þið góðar leiðbeiningar hvernig ég gerði þetta...en svo þarf ég að finna út hvernig hægt er að festa blekið alveg...held að það sé hægt að strauja yfir vax pappírinn þá verður vaxið eftir og myndar filmu yfir myndina...á sjálf eftir að prófa þá aðferð og skal láta ykkur vita hvernig það gekk :-)

                          *************************************************

Finnst svona teikningar svo sætar...



Er búin að vera vafra á netinu til að finna flottar teikningar til að prenta út...

Þær hafa ekki verið í góðum prentgæðum...



Þessi er með of hvítann bakgrunn...langar í svona gulann, vintage...








Svo fór ég inn á Grapichs fairy og rakst á fullkomna mynd...en það var bara til þessi eina útgáfa.
Sjá hér fyrir neðan ! 


Prentaði þessa út og hún fékk pláss inn í eldhúsi...



Afsakið myndgæðin...smellti mynd með símanum..

Langar í fleiri svona sætar myndir...eru svo vorlegar :-)


Knús og Kram




Friday, March 8, 2013

Vinningshafarnir í leiknum eru...

.... Erna Kristín Stefánsdóttir og Kristín Sæmundsdóttir !! Til hamingju stelpur :-) Þið megið endilega senda mér skilaboð svo ég geti komið vinningunum til ykkar.


Ég fékk góða aðstoð við að klippa út nöfnin og brjóta þau saman. Svo fékk hún Magdalena Eik að draga út tvö nöfn.




Takk kærlega fyrir að deila síðunni og hjálpa mér að safna Like-um ! Þið eruð æði !

Knús og Kram


Wednesday, March 6, 2013

Gjafaleikurinn er í fullum gangi !

...það gengur vel að safna Like-um :-)

Hlakka mikið til að draga út tvö nöfn...eiginmaðurinn er búinn að bjóðast til þess að hjálpa mér að skrifa niður þau 100 nöfn sem hafa Like-að síðuna :-)

Svo ætla ég að bæta smávegis við vinningana...það kemur í ljós hvað það verður !

Spennandi......

En ég og dætur mínar föndruðum saman í gærkvöldi...og hérna fyrir neðan sjáið þið afraksturinn.

Innplásturinn fékk ég frá henni Dossu eins og ég sýndi ykkur í síðasta pósti. Svo æðislega sæt eggin hennar.

Hérna koma mín





Eggið með blóminu er líka með stimplaða script á.





Sjáið þið ofan í bakkann...þar er smá stimpli stimpl ;-)








Þessi sætu egg fá að kúra í hlýju hreiðri....Eldri stelpan mín var alveg handviss um að það væru
ungar í þessum eggjum...og að þeir myndu klekjast út á páskadag...

Vona að ég muni ekki fylla íbúðina af litlum páskaungum á páskadag...á nóg með ungana mína tvo :-)






Gula eggið fékk líka smá script stimplað á sig :-)





Þarna eru eggin frá dætrum mínum. Fallegt lita val hjá þeim systrum. 
Mamman dáist að eggjunum á meðan hún eldar:-)




Þarna sést í tvær litla kanínu unga sem þær systur skreyttu líka :-) 
og það sést vel hvernig veðrið er þarna úti...brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr.



Svo yndislegt að vera með skraut sem börnin fá að gera að sínu.

Vona að þið hafið haft gaman af og ég vona líka að þið hjálpið mér að deila Heimadekur síðunni áfram.
Langar að draga út vinningana um helgina...það vantar ekki mikið upp á :-)

Mun setja öll nöfn í pott sem hafa Like-að síðuna þannig munið það að Like-a síðuna og deila svo.

Hafið það gott í óveðrinu...

Knús og Kram



Tuesday, March 5, 2013

Gjafaleikur !!

Jæja...nú ætla ég að fara af stað með lítinn gjafaleik :-)

Langar að safna fleiri Like-um fyrir síðuna mína Heimadekur.

Það eina sem þarf að gera er að Like-a við Heimadekur síðuna og deila henni eða blogginu.

Kvitta á svo fyrir annað hvort hérna á bloggið eða á Heimadekur síðuna og þá eruði komin í pottinn:-)

Vil fá 50 Like í viðbót og þá dreg ég út tvö nöfn sem fá svona sæt egg gefins.


Þetta eru eins egg og hún Dossa sæta skreytti með sinni algjöru snilld..


Svo eru þau líka bara sæt ein og sér :-)

Hvað segið þið...eruð þið til í smá eggjaleik ???


Það eina sem þið þurfið að gera er að smella á Like á Heimadekur síðuna mína...



Vona að ég nái Like-unum upp í 100 og þá fá tveir vinir sitt hvorann kassan með þessum sætu eggjum :-)

Knús og Kram



Stólar með frönsku skrauti...

Mig er búið að langa lengi að stimpla fallegar myndir á húsgögn...Hef séð myndbönd á netinu þar sem sumar eru að stimpla ljósmyndir á viðarplatta og svo framvegis...en ég ákvað að byrja á þessu og tveir stólar fengu að finna fyrir því í þetta skiptið :-)





Var búin að kalkmála tvo stóla sem mér fannst vera voðalega berir eitthvað...




Fór um helgina í megastore og rakst þá á svona vax pappír sem þær eru að nota til ýmissa föndurgerða þarna úti í útlöndum og meðal annars þá eru þær að nota þennan pappír til að stilmpla með.



Seint um kvöldið þá ákvað ég að skella mér í þetta og þó ég segi sjálf frá þá finnst mér 
þetta hafa heppnast bara ágætlega hjá mér :-)





Hvað finnst ykkur??

Viljið þið fá kennslumyndir skref fyrir skref hvernig þetta er gert?

Er einhver þarna að lesa þetta bull í mér ?? :-) megið endilega skilja eftir spor ef þið eruð þarna.



Knús og Kram



Sunday, March 3, 2013

Fann loksins borðstofuborð- ið !!

Fann þetta fína borð á bland-inu (hvar annars staðar) og það fékk að koma heim í smá dekur.

Það var verulega sjúskað og illa farið...



Með sandpappír, leysigeisla og pottasvampi þá fékk ég það eins og ég vildi. 
Ótrúlegt en satt þá endaði ég með það því ég var ekki að ná þykka bæsinu af með bara sandpappír.






Svo lakkaði ég borðplötuna með glæru möttu gólflakki. Gerði það til að verja hana og auðvelda þrif.



Og svo málaði ég fæturna með þessum undurfagra lit. Fór með sandpappír á kanta til að fá smá shabby look og er nú bara verulega sátt með útkomuna.



Það er hægt að stækka borðið á báða enda sem gerir það enn fullkomnara !

Heildarkostnaðurinn við þessi kaup og make over var:
9.000 krónur heilar með efni og borðinu sjálfu :-)

***********************************

Ég var að stofna nýja facebook síðu þar sem ég er að bjóða framm aðstoð mína ef einhver vill.
Endilega kíkið á hana og ýtið á Like page.




Þætti voða vænt um ef þið væruð til í að deila henni fyrir mig svo sem flestir sjái hana....svo er ykkur auðvitað velkomið að deila þessari bloggsíðu :-)



Með fyrirfram þökk.