Tuesday, February 12, 2013

Má bjóða ykkur í heimsókn??



Mig langaði að bjóða ykkur í smá heimsókn til mín....Það var svo falleg birtan hérna á hádegi, þá skein sólin svo fallega og birtan varð svo kósý og falleg. Smellti nokkrum myndum og ákvað að sýna ykkur :-)

Ef ykkur langar að sjá eitthvað meira þá verðið þið að biðja fallega...veit ekki hvort það sé einhver áhugi á svona myndum hérna :-)








Eldhúsglugginn...útsýnið er næsta blokk en ef glugginn er fallegur þá skiptir útsýnið ekki máli ;-)

Eldri stelpan er með sér herbergi, þær systur reyndar sofa saman í því herbergi í koju en litla fær að hafa dótið sitt hjá okkur, þannig náum við að búa til sér horn fyrir þær....þetta fúnkerar vel fyrir þær núna...erum í 3ja herbergja íbúð og hún hentar okkur vel eins og er.









Um helgina tókum við herbergið hennar aðeins í gegn og ég keypti nokkra nýja hluti handa henni þangað inn og hún varð voðalega kát þegar hún kom heim frá pabba sínum á sunnudag:-)

Ballerínu myndina fékk ég í Góða hirðinum á heilar 400 krónur...fannst hún yndisleg og henta svo vel inn í herbergi prinsessunnar :-)



Það er smá ugluþema hjá henni...og fiðrildaþema líka...






Fiðrildin fallegu úr Tiger, fékk þessa hugmynd hjá henni Dossu sem á þessa heimasíðu !
Hún setti þessi fiðrildi upp hjá dóttur sinni og deildi á síðunni fyrir löngu síðan...þau hafa fengið að flögra á milli veggja en þessi veggur verður heimili þeirra í einhvern tíma:-)


Sá að þau voru komin aftur í Tiger og stykkið kostar 200 krónur og þetta eru lyklakippur.




Fann þennan æðislega snaga í Ikea.




Smá meiri ugluþema...






Allar prinsessur þurfa að eiga fallegt blóm :-)


*********************************************





Yndisleg birtan...frá ca. 10 til 12 á daginn er sólin beint á svalirnar og þá kemur þessi voðalega rómantíska birta inn í íbúðina.




Þetta er sjónvarpsveggurinn, sést ofan á sjónvarpið.




Þessi fær að vera ennþá upp á vegg...með vorinu fær eiginmaðurinn að búa til nýjann 
vegglímmiða handa mér....





Þetta er uppáhaldshornið mitt í stofunni....svo gott að kúra þarna á kvöldin :-)






Fína krítartaflan mín sem ég fann í ruslinu ótrúlegt en satt !!
Afsakið krotið á henni...þetta er svona minnis tafla og því var prógramm prinsessunnar sett þangað.





Útidyrahornið okkar...voðalega gott að tilla sér á bekkinn til að klæða sig í skó...


Þetta var smá hluti af íbúðinni...eða frekar stór partur þar sem íbúðin er lítil...

Takk fyrir komuna, vona að ég sjái ykkur fljótt aftur !!

Knús og Kram




5 comments:

  1. váááááá hvað er flott heima hjá þér erla! :)

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir að bjóða okkur, naut þess að kíkja í heimsókn til þín, allt svo fallegt og fínt hjá þér. elska hvað þú nostrar við hvert smáatriði og alveg sammála þér með birtuna..... er ekki dásamlegt að fá að njóta hennar allann daginn?
    Ég væri sko alveg til í að sjá mun meira af þessu fallega heimili.

    kær kveðja
    Stína

    ReplyDelete
  3. En gaman að fá að kíkja inn til þín, fallegt heimili sem þú átt :) Tek undir með Stínu Sæm, væri alveg til í að sjá meira :)

    ReplyDelete
  4. Svo fallegt og notalegt hjá þér!
    ....takk fyrir að leyfa mér að kíkja inn :)

    Kveðja Sísí Bender

    ReplyDelete

Ertu að reyna kommenta? Hakaðu við Anonymous ef þú ert í vandræðum :-)